Ofbeldisáróður

Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna samfylkingin ætlar að troða þjóðinni inn í ESB hvað sem það kostar. Samfylkingin gengur greinilega erinda valdhafanna í Brussel en þjóðin er hreint aukaatriði. Stækkunarstjórna ESB langar í íslenskar auðlindir en ég tel mikilvægara að þjóðin haldi í þær.

Ég vek athygli á því sem Björn Bjarnason segir á bloggi sínu: "Íslendingar mættu þessari framkomu af hálfu embættismanna ESB strax eftir bankahrunið, þegar þeir gerðu Ísland að blóraböggli, vegna þess að tilskipun ESB um fjármálafyrirtæki dugði ekki til að tryggja öryggi í rekstri þessara fyrirtækja við lausafjárþurrð á heimsvísu. Þá ákváðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson, að ekki skyldi haldið fram lagalegum rétti Íslands gagnvart ESB heldur skoða málið frá pólitísku sjónarhorni. Nú er borin von, að Össur mótmæli þessari íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál og innanlandsmál. Öll afskiptasemi Brusselvaldsins af íslenskum stjórnmálum er Samfylkingunni þóknanleg - það er hið pólitíska sjónarhorn Samfylkingar gagnvart Brusselvaldinu."

Samfylkingin virðist vera með ESB á heilanum.

Þýðir þetta að samfylkingin fari í ríkisstjórn með þeim sem býður best?


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:43

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Lygin er illa grafin í hjörtu þeirra sem trúa að ESB sé lausnin okkar.

“The ideal tyranny is that which is ignorantly self-administered by its victims. The most perfect slaves are, therefore, those which blissfully and unawaredly enslave themselves.”

"A truth's initial commotion is directly proportional to how deeply the lie was believed. It wasn't the world being round that agitated people, but that the world wasn't flat.When a well-packaged web of lies has been sold gradually to the masses over generations, the truth will seem utterly preposterous and its speaker a raving lunatic"

Dresden James,

Vilhjálmur Árnason, 21.4.2009 kl. 02:07

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ekki held ég að S sé handbendi neinna sem sjálfrar sín í þessu máli. Þau eru held ég fullkomlega sannfærð um að þessi leið sé best. Hvort þau standa svo á sínu er ekki gott að segja eða hvort þau stökkva upp í hjá hverjum sem er. Það verður að koma í ljós.

Soffía Valdimarsdóttir, 21.4.2009 kl. 11:53

4 identicon

mér sýnist að stefnuskrá samfylkingarinnar segi "semja strax um ESB-aðild og leggja niðurstöðuna í ÞJÓÐARATKVÆÐI" svo mér sýnist að þjóðin eigi að fá að hafa lokaorðið,en sjálfsagt er þjóð sem hefur kosið sjálfstæðisflokkinn yfir sig trekk í trekk ekki trúandi til að kjósa rétt þar frekar en í alþingiskosningum....og please ekki vitna í ruglukollinn Björn Bjarnason það er nú ekki til að gera málstaðinn trúverðugri....

zappa (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband