Gleymdu að skapa verðmæti

Stjórmálamenn voru svo uppteknir af því að láta stjórnast af gjafmildi útrásarvíkinganna að þeir gleymdu að þarf að skapa verðmæti í samfélaginu til þess að byggja undir verðgildi gjaldmiðilsins, krónunnar. Þess vegna sitjum við núna upp með platpeninga. Krónu sem hefur ekkert verðgildi nema henni sé haldið uppi með axlaböndum og belti (okurvöxtum og gjaldeyrishöftum)

Mig lagar að benda á afritun af þætti í danska útvarpinu með íslenska hagfræðingnum Gunnari Tómassyni sem er okkur af góðu kunnur

It is a fundamental mistake to view money as an undifferentiated unity. Money comprises credit used for both productive and non-productive purposes. That is, credit extended by the credit system to finance production, on the one hand, and the vast majority of credit extended in recent years for financial speculation, on the other hand.

Ég hef áður bloggað um kenningar Gunnars um peninga sem mér finnst mjög athyglisverðar. Ég þýddi yfir á íslensku kenningar hans um gildi peninga en hann kom inn í kommentakerfið hjá mér og staðfesti að skilningur minn á kenningum hans væri réttur:

Ég skil þessar kenningar þannig að peningar eigi sér tvennskonar rætur. Þeir eru annars vegar framleiðslupeningar og hins vegar snýkjupeningar. Framleiðslupeningar verða til við verðmætasköpum þar sem auðlindum er umbreytt í verðmæti. Snýkjupeningar verða til í fjármálakerfinu og valda verðbólgu vegna þess að það eru engin verðmæti á bak við þá.

Mér hefur oft dottið í hug að eina vitið væri að hafna þessum mælingum sem eru að mæla þjóðina til fjandans. Hafna útreikningum fjármálakerfisins á skuldum okkar. Enda eru þetta að mestu platskuldir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband