Síðasti borgarfundurinn undirlagður af spillingarmálum

Ég horfði spennt á sjónvarpið í gærkvöldi þegar síðasta borgarafundi með fulltrúum kjördæmanna var sjónvarpað. Við í Frjálslyndum í Reykjavík suður erum ekki vanir stjórnmálamenn og ekki vön að koma mikið fram í sjónvarpi.

Ég verð nú samt að segja að Sturla stóð sig mun betur en frambjóðendur fjórflokkanna.

Fulltrúar samfylkingar og sjálfstæðismanna eyddu miklum tíma í að verja spillingu og mútuþægni sem er í sífellu að fljóta upp á yfirborðið. Össur var eins og hann væri með njálg þegar hann var spurður um álver og frambjóðendur fjórflokksins dembdu yfirboðum í kosningarloforðum yfir almenning.

Sturla vakti athygli á sviksemi lífeyrissjóðanna við aldraða og hvatti til þess að láta milljarð í málefni aldraða í stað þess að nota peninganna í ofurlaun forstjóranna. Hvað gerir samfylkingin? Jú í morgun "lofar" Ásta Ragnheiður öldruðum fjármunum úr framkvæmdasjóði aldraða sem er jú ætlaður öldruðum. Hvað átti annars að gera við það sem er í þessum framkvæmdasjóði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Satt segirðu, Jakobína!  Hvað átti annars að gera við framkvæmdasjóð aldraðra? Gleðilegt sumar - gangi okkur allt í haginn!

Hlédís, 23.4.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband