Fela vanhæfni með ESB umræðu

Samfylkingin stendur ráðþrota frammi fyrir því verkefni að hífa þjóðina upp úr þeim skít sem hún ásamt sjálfstæðisflokki kom þjóðinni í.

Framsóknarflokknum tókst að koma nokkrum mönnum inn á alþingi á lokasprettinum með hræðsluáróðri og glottir nú framan í þjóðina sem hann hefur haft að leiksoppi.

Strákarnir í samfylkingunni hafa flogið inn á þing í pilsfaldi Jóhönnu.

Samfylkingin hefur frá því í haust falið getuleysi sitt í ESB umræðunni sem hún hefur þröngvað upp á þjóðina. Í aðdraganda kosninga sýndi samfylkingin mikla óskammfeilni í málflutningi sem hafði þann tilgang að skálda upp samhengi og afvegaleiða þjóðina í skilningi á kostum ESB.

Þáttur fjölmiðlanna er engu skárri en samfylkingarinnar í þessari forheimskandi umræðu.

Úrræðaleysi stjórnmálamanna við að takast á við hin eiginlegu vandamál sem eru afleiðing svartholshagfræði kapitalismans er falin í lausnatilbúningi sem virkar ekki. Hvorki fyrir atvinnulífið né heimilin.

Sú þeysireið að þessum kosningum sem í raun kom í veg fyrir vitræna umræðu sýnir vel viljaleysi þeirra sem komu þjóðinni á hausinn til þess að bæta ráð sitt.

Og framsóknarmenn glotta áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband