Vanvirðing við þjóðina ...

... að gera ESB málið að stjórnarmyndunarmáli. Það er alvarleg kreppa á Íslandi og mörg verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar. Það lýsir ótrúlegri vanvirðingu við þjóðina að láta gæluhugmynd samfylkingarinnar um sæti í Brussel ganga fyrir því að takast á við brýn verkefni, s.s. málefni heimilanna og atvinnulífslins.
mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála! Þar að auki túlkar Samfylkingin niðurstöður kosninganna þannig að þjóðin vilji þráðbeint í ESB. Hafa þeir ekki skoðað skoðanakannanir um málið?

Steinar Kjartansson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Offari

Var ekki skjalborgin um heimilin forgangsmál allra flokka nema sjálfstæðisflokksins sem hélt því fram að heimilin gætu varið sig sjál þótt allar forsemdur hafi brostið?

Offari, 27.4.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Nei Samfylkingin hafði ESB aðild sem eina mál eða  öllu heldur lausn allra mála. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherzlu á að koma hjólum atvinnulífsins af stað því að ef það gerist ekki er tómt mál að tala um hagsmuni heimilanna.

Skúli Víkingsson, 27.4.2009 kl. 18:00

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér þér - Hvar er velferðarbrúin sem aulgýst var hér í fyrradag?

Sigurjón Þórðarson, 27.4.2009 kl. 18:14

5 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Skúli það er ekki hlaupið að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað eins og efnahagsstaðan er í dag. Hugmyndin er að aðildarsamningur of hugsanleg aðild að ESB geti komið hjólunum að stað fyrr, þar sem líklegra sé að fá aðstoð við aðgerðir til að styrkja gengi krónunnar og lækka vexti sem verðandi ESB þjóð, en þjóð sem hafnar öllum aðildarviðræðum. ESB aðild er ekki lausn allra mála, en hún er hluti af efnahagsumbótum til framtíðar.

Jónas Rafnar Ingason, 27.4.2009 kl. 18:17

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvíla ekki stærri mál á Samfylkingunni en ESB? Eigum við von á að ESB komi á hvítum hesti til bjargar Mjallhvíti (Jóhönnu) án greiðslu? Fyrir nokkrum árum var ég sekur um að kjósa þetta miðjumoðssamsull og ef þetta er það eina sem þau hafa fram að færa meðan fyrirtæki og fjölskyldur fara á hausinn þá gæti maður alveg eins kosið Sjálfstæðisflokkinn „Haarda“ gegnum búsáhaldabyltinguna.

Fólkið og fyrirtækin fyrst. ESB kemur seinna. Miklu seinna.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.4.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er einmitt með hag þjóðarinnar í huga að aðildarumsókn er sett í forgang. Yfirlýsing um aðildarumsókn mundi létta á gjaldeyrisklemmunni og gera vaxtalækkun mögulega mun fyrr en ella. Ég mundi telja það MIKIÐ ábyrgðarleysi að setja ESB til hliðar nú

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.4.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er ekki að segja að það eigi að setja ESB til hliðar. En heimilunum og fyrirtækjunum er að blæða út NÚNA. Ekki á næsta ári. Það þarf aðrar aðgerðir strax.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.4.2009 kl. 23:55

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður hvernig léttir aðildarumsókn á gjaldeyrisklemmunni og hvers vegna mun hún gera vaxtalækkun mögulega fyrr en ella.

Það er mikið ábyrgðarleysi að setja aðildarumsókn í það samhengi sem þú gerir án þess að skýra það betur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 16:16

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þverpólitísk samstaða er um að bera aðildarumsókn undir þjóðaratkvæði. Mín skoðun er því sú að þessi samningavinna sé tilgangslaus vegna þess að ég þykist ekki sjá neinar líkur á að sá samningur náist sem ekki verði kolfelldur af þjóðinni.

Orðið kolfelldur var ekki innsláttarvilla.

Enginn mun leysa vanda íslensku þjóðarinnar nema hún sjálf og þá með aðstoð brúklegrar ríkisstjórnar. En þar er ég nú ekki bjartsýnn ef mikil orka á að fara í pex um hringavitleysu sem þessa. 

Árni Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 16:42

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Árni ég þakka þér fyrir þetta innlegg en þetta er einmitt kjani málsins. Það er ábyrgðarleysi af stjórnmálamönnum að standa í þvargi um þetta mál sem á eftir að kosta þjóðina milljarða í stað þess að fara að gera eitthvað af viti til þess að styrkja innviði þjóðarbúsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 17:31

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þarna held ég nefnilega að getuleysi og frasapólitíkin eigi eftir að ganga af heimilunum dauðum. ESB er langtímaverkefni (sem mér geðjast allavega ekki enn að) en heimilunum er að blæða út og ríkisstjórnin telur sig hafa allan tíma í heiminum til að koma sér saman um málin. Úrræðin eru plástur á svöðusár og tveir metrar í viðbót við hengingarólina. Það eru allar líkur á að hrunið sé rétt að byrja.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.4.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband