Auðvitað vill hann ekki vera rannsakaður

En rannsókn skiptir litlu máli á Íslandi því yfirleitt er um krosstengda hagsmuni af hálfu rannsakenda að ræða og mönnum sleppt.

Það er frægt dæmið með rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið þar sem góðvinir sjálfstæðismanna sitja nú og rannsaka vini sína sem hafa reynst þeim gjafmildir á bitlinganna.

Skjaldborg hefur verið slegin um spillinguna. Áhugaleysi samfylkingarmanna um velferðarbrúna er skýrt dæmi um það og sá tittlingaskítur sem er verið að rétta almenningi á sama tíma og hundruð milljarða hafa verið teknir úr vösum skattgreiðenda og réttir útrásarvíkingum og fjármagnseigendum.


mbl.is Guðlaugur: Besta niðurstaða sem ég gat vonast eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrum heilbrigðisráðherra, segist mjög ánægður með þá niðurstöðu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar að ekki sé tilefni til úttektar á störfum hans fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á þeim tíma er hann var stjórnarformaður fyrirtækisins.

„Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða sem ekki kemur mér á óvart," sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Þetta er sú besta niðurstaða sem ég gat vonast eftir."

Guð minn, segi ég nú bara! Hann segir að það að málið er ekki rannsakað sé "besta" niðurstaðan.

Á hverju átti maðurinn eiginlega von hefði það verið rannsakað!

Helga (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hélt að Guðlaugur hefði beðið um rannsókn,þess vegna skil ég ekki fyrirsögnina,en lýsir þrá hyggju bloggara.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.4.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvers vegna er hann feginn að vera ekki rannsakaður ef hann vildi vera rannsakaður?

Er ekki komin tími til þess að menn fari að læra smá rökfræði?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband