Ólafur reynir að hræða mál í hel með hótunum um málsókn!

Fékk þetta komment inn á bloggið hjá mér

 

Er ekki tilefni til þess að ummæli þín verði kærð og Ríkisendurskoðun standi fyrir því?

Áfellisdómur þinn yfir Ríkisendurskoðun er vægast sagt alvarlegur og þín vegna vona ég að þú hafir eitthvað á bakvið þessa dylgjur þínar.

Ólafur I Hrólfsson

Ummælin sem Ólafur vill kæra eru afrituð beint úr morgunblaðinu sem hann vill þá væntanlega að Ríkisendurskoðun kæri líka.

Er ekki komin tími til þess að Ólafur og kumpánar hans fari að fatta að þöggun er ekki lengur í tísku.

Ég heyrði Bjarna Ben segja á kosninganótt að sjálfstæðismenn hefðu enn fólkið sitt.

Hvaða fólk er það?

Var hann að tala um fólk í valdastofnunum og rannsóknarnefndum sem hann treystir til þess að verja hagsmuni þeirra sem brotið hafa á almenningi?

Ekki veit ég hvort að Ólafur þessi sé á eigin vegum eða hvort að sjálfstæðisflokkurinn sé með svona vitleysinga á sínum snærum.

Ég hef fengið bæði beinar og óbeinar hótanir um að valdastofnunum verði sigað á mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ummæli Bjarna Ben á þann hátt sem þú talar um. Þetta þarf að hreinsa. Við höfum bara verið svo vanmáttug gagnvart ægivaldi FLokksins. Þeir hafa ekki einu sinni reynt að fela FLokksgæðinga- og vandamannaráðningar. Ekki einu sinni Ríkisútvarp/sjónvarp hefur sloppið við óværuna.

Kolla (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband