Enn ein óáran leggst á heimsbyggðina og enn sýnir stjórnsýslan vanhæfni

Kreppa, glæpastarfsemi og flensa.

Síðan kemur frétt af því að flensusmitaður maður í Keflavík er bara sendur heim án þess að tekið sé úr honum sýni.

Hvernig væri að reyna að hífa upp gæðin í stjórnsýslunni og finna henni ábyrga stjórnendur. Ótrúleg vanhæfni að setja ekki inn viðbúnað um leið og frétt spyrst út af heimsfaraldri.

Ekki er að sjá að Arnold Schwarzenegger lítist á blikuna en þeir þarna í Ameríku virðast taka störf sín alvarlega.

Stjórnsýslan á Íslandi verður eins og leikhús fáránleikans þegar eitthvað bjátar á. Þá afhjúpar vanhæfnin sig.


mbl.is Neyðarástand í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1) Ástandið hefur ekki verið skilgreint sem heimsfaraldur.

2) Viðbrögð á Íslandi, líkt og víðast annars staðar, koma í kjölfar viðbragða og ákvarðana WHO.

3) Um það leyti sem hinn skelfdi embættismaður kom á heilsugæsluna, var verið að ganga frá ákvörðun um viðbrögð samkvæmt hættustigi, sem nú er komið á. Ekki var búið að kynna hana og engin ástæða til að hrökkva af sporinu þótt einn pestargemsi fái þá flugu að hann kunni að hafa þessa tilteknu veiki, sem er ennþá óskaplega langsótt.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er búnar að vera fréttir af faraldri í allan dag. Ef embættismenn í Mexíkó höguðu sér eins og embættismenn á Íslandi væri ekki enn komnar fréttir af heimsfaraldri heldur væru þeir að bíða eftir upptalningu eins og tekin er fram hér að ofan.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Jonni

Flensa þessi er bráðsmitandi og helst gegnum fjölmiðla. Mér sýnist u.þ.b. meirihluti heimsins nú þegar smitaður og staðfestur fjöldi látinna á heimsvísu er víst SJÖ manns. Einn af verstu fylgikvillum þessarar pestar er móðursýki og ofsahræðsla og sennilegt að þessir sjö hafi fallið fyrir henni. Þess má geta að venjuleg flensa drepur 36.000 manns á ári í USA og það án sérstakra hræðslukvilla og heldur smitast hún ekki gegnum fjölmiðla. Það er því ljóst að við stöndum frammi fyrir óhugnalegum faraldri og vonandi flýta íslensk stjórnvöld sér að tæma lagerinn af fuglaflensumixi til þess að hægt sé að kaupa stóran lager af svínaflensumixi.

Jonni, 29.4.2009 kl. 08:50

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jonni ég sé að þú ert sérfræðingur í smitsjúkdómum. Svínaflensa gekk um heimsbyggðina um þar síðustu aldamót og sagði langamma mín mér sögur af því. Fjölmiðlar voru ekki áhrifavaldar á þeim tíma en einhvern veginn barst flensan samt á milli landa og héraða.

Þetta með viðbúnað er svolítið eins og með björgunarvesti í bátum. Manni þarf ekki beinlínis að líða eins og heimskingja í hvert skipti sem að maður kemur í land vegna þess að báturinn sökk ekki þrátt fyrir að það væru björgunarvesti um borð.

Mönnum getur þó liðið eins og heimskingjum ef báturinn sekkur og björgunarvestin eru ekki með í för.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband