Tryggvi Þór ástundar það að tala skuldir ríkissjóðs niður. Þær nánast gufa upp í málflutningi hans. Hann hefur þó aldrei gert grein fyrir þessum eignum mér vitandi né heldur varanleika þeirra í kreppuástandinu.
Það er gott og blessað ef einhverjar eignir eru til en það er auðvitað grundvallaratriði að þessar eignir séu seljanlegar og hafi þar með eitthvað verðgildi.
Hvernig væri að Tryggvi Þór tæki sig nú til og kæmi þessum eignum í verð og greiddi niður skuldirnar?
Hann hlýtur að geta það fyrst hann talar svona.
Færa á eignir á móti skuldum ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
Vilt þú nýja stjórnmálamenn í stað þeirra sem eru úreltir
Já 9.6%
nei 90.4%
963 hafa svarað
Vilt þú nýja stjórnarskrá í stað þeirrar sem er úrellt
Já 7.2%
nei 92.8%
1518 hafa svarað
Treystir þú Viljálmi Egilssyni og Gylfa Arnbjörnssyni fyrir lífeyrissjóðnum þínum
Já 70.5%
Nei 23.3%
Álíka vel og Bjarna Ármannssyni 6.2%
2760 hafa svarað
Hverjir eru vinsælustu hræðsluáróðursfrasar Steingríms Joð
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar) 51.9%
Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér) 11.0%
Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins) 13.6%
Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund) 8.9%
Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski) 14.6%
418 hafa svarað
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 578584
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég lána þér 5000 kall sem þú setur í veskið þitt og eyðir honum ekki. Þá skuldar þú mér vissulega 5000 en átt líka 5000 í veskinu !
Þannig er það með lánið frá AGS...hlýtur að þurfa að færa það líka sem eign...meðan ekki er búið að eyða því...ekki satt ? ?
Það sem margir eru að gera er að færa lánið bara skuldamegin í útreikningum á skuldum ríkisinns...sem er rangt...og það sem meira er að peningarnir bera vexti í seðlabanka USA þar sem þeir eru geymdir...
Siggi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:50
Undarlegt að menn geti ekki skilið þessa einföldu staðreynd.
Á móti kemur að lánið ber vexti sem eru hærri en innlánsvextir.
Síðan er spurning hvort ekki sé búið að nota eh. brot af þessu láni til að styðja við krónuna.
AG (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:06
Mestur hluti skuldanna er ekki lán fram AGS. Ég held að AGS séu um 100 milljarðar af þessum 2.600 milljörðum enn sem komið er en fari síðan upp í 250 milljarða.
Tryggvi Þór þarf því að gera grein fyrir öllum hinum eignunum sem ekki eru innistæður í USA.
Einnig væri gott að hann sýndi fram á að þeir dollarar hafi ekki verið snertir í tíð Davíðs Oddssonar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 00:16
Einhvern veginn þá treysti ég hagfræðingnum Tryggva betur en flugfreyjunni og jarðfræðingnum í fjármáluaumræðu og tillögum um úrbætur fyrir heimilin og fyrirtækin. Reyndar hafa flugfreyjan og jarðfræðingurinn ekki komið með neinar tillögum um leiðir til að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum aðeins leiðir sem hjálpa fólki að verða gjaldþrota í aðeins styttri tíma.
Ingvar
Ingvar, 29.4.2009 kl. 00:22
Já Ingvar en Tryggvi Þór heldur fram staðreyndum sem hann styður ekki með upplýsingum eða gögnum en það er ekki vitnisburður um góða hagfræði. Útreikningar hans eru því nokkuð vafasamir meðan hann gerir ekki grein fyrir þessum s.k. eignum. Ef þær væru til staðar væri vandinn leystur.
Svo tala Tryggvi fjálglega um gæði lánasafna sem er undarlegt að hann hafi upplýsingar um í ljósi þess að ekki einu sinni saksóknari hefur getað aflað sér upplýsingar um útlán bankanna vegna bankaleyndar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 00:29
Blessuð Jakobína.
Þetta er hárrétt hjá þér og alveg ótrúlegt að enginn fjölmiðlamaður hafi gengið á Tryggva Þór og spurt hann um þessar eignir.
Hvað varðar lán Alþjóðagjaldeyrisjóðsins þá er sú röksemd að eign komi á móti rökleysa ef lánið er notað til að styrkja krónuna. Nema náttúrlega að einhver í útlöndum sé að safna krónum sem gjaldmiðli í útrýmingarhættu. En mér til efs að hann þurfi 800 milljarða í safnið.
Þú greiðir ekki erlent gjaldeyrislán með íslenskum krónum. Hafi því einu sinni verið skipt þá er það raunskuld.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 00:32
Bíddu eru þið ekki að grínast eða? Auðvitað myndast peningaleg eign ef að lán kemur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sama í hvað lánið er ætlað. Á meðan að peningarnir eru ekki notaðir eins og t.d. að endurfjármagna bankana þá hlýtur þetta lán að safna vöxtum. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ekkert öðru vísi en önnur lán, þau eru greidd í peningum og peningar inn á reikningum safna vöxtum. Og þetta með að lánið sé í krónum í útrýmingarhættu er í alvörunni rökleysa. Hvað segir ykkur að lánið sé yfirleitt í krónum. Ef því er ætlað að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn þá er mjög mikið óhagræði í því að fá það greytt í krónum, enda veit ég ekki heldur hvar alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætti að nálgast krónur.
Það að maðurinn eigi að koma með reiknisyfirlit yfir reikinga ríkissjóðs þá er það upplýsingar sem að liggja yfirleitt ekki á lausu, nema þá gegnum efnahagsreikninga ríkissjóðs, sem að er fáanlegt á netinu, getið bara leitað þá uppi sjálf. Ég held að þegar kemur að því að vita um hagfræði og skilja hagfræði þá slái Tryggvi Þór Herbertsson ykkur báðum við. Ég er nú ekki hagfræðingur að mennt en skil þó að ef að þú færð lán, eyðir því ekki, þá hlýtur lánið að vera einhvers staðar til og safna vöxtum.
Jóhann Pétur Pétursson, 29.4.2009 kl. 01:06
Ég veit alla vega það mikið um fræðigreinar og hagfræði að það þykir ekki bera vott um góð vinnubrögð að segja fólki bara að leita sjálft að heimildum á netinu. Hræddum að hann hefði fengið falleinkun fyrir það í ritgerðinni sinni.
Það er það sorglega við vinnubrögð Tryggva Þórs hann veit fullkomlega að þau eru óboðleg en viðhefur þau samt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 01:12
Rétt Jóhann Pétur. Það kom reyndar fram í máli Tryggva að AGS lánið er geymt á reikningi í Seðlabanka Bandaríkjanna og að vaxtamunur á inn- og útlánsvöxtunum er 2%. Fyrstu tvær útborganir AGS lánsins eru ca 1 milljarður USD (erum búin að fá 827 milljónir USD og bíðum eftir rest). Það eru 130 milljarðar ISK og 2% af því eru 2,6 milljarðar á ári í nettó vaxtakostnað, sem við greiðum fyrir "trygginguna" af því að hafa bakland fyrir krónuna ef á reynir. En ef baklandið er nógu sterkt þá reynir aldrei á trygginguna.
Svo eru tölur Tryggva um skuldir ríkisins mjög áþekkar tölum Fjármálaráðuneytisins og einnig því sem Gylfi Magnússon hefur sagt í greinum og viðtölum.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 01:13
Vilhjálmur þú segir sem sagt að 130 milljarðar af 2.600 milljörðum eru skuldir við AGS og að eignir upp á þessa fjárhæð þurrki nánast út skuldir upp á 2.600 milljarða. Skrýtnir útreikningar þetta.
Ég hef heldur ekki séð að þessi svo kallaði gjaldeyrisvaraforði liggi ósnertur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.4.2009 kl. 01:22
Blessaður félagi Jóhann.
Gott að þú ert ekki hagfræðingur en þú ert vonandi læs á texta.
Í fyrsta lagi þá höfum við kostnað af þessu láni þó við notum það ekki. Kostnaðurinn er sá vaxtamunur sem við borgum til IFM, miðað við þá vexti sem Kaninn borgar okkur.
Í öðru lagi þá er til lítils að fá lán sem á ekki að nota. Til að fá það fáum við að greiða í staðinn hæstu raunvexti á byggðu bóli og þó víðar væri leitað.
En Tryggvi Þór hefur minnst á að þó láninu sé skipt í krónur þá sé það eign í þeirri merkingu að krónur komi í stað dollara. Og það er rétt ef við getum skipt krónunum til baka. Og finnst þér líklegt að afgangur okkar af utanríkisviðskiptum standi undir þeim skiptum. Vissulega er möguleiki á endurfjármögnun, sem er fínt orð yfir vanskil, en hingað til hafa fylgt slíkri endurfjárrmögnun frá IFM aukaskilyrði sem hafa rústað mörgum þjóðfélögum. Þú getur Gúglað á Stiglitz og IFM til að lesa þér til um þau.
Og þess vegna er hagfræði Tryggva álíka gáfuleg og hjá ljóskunni sem ætlaði að greiða Visa skuld sína með Visa kortinu. Lífið er ekki svo einfalt að við getum greitt erlendar skuldir þjóðarbúsins með innlendri peningaprentun. Orð mín um krónu í útrýmingarhættu kallast kaldhæðni til að benda á þessa einföldu staðreynd.
Og Vilhjálmur, þú veist ósköp vel hvað Jakobína var að fara. Þú rekur fyritæki og veist ósköp vel að þú borgar ekki vexti og afborganir af Nettóskuld. Svona einfaldanir kallast lýðskrum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 01:31
Ég myndi þurfa að rifja upp hvernig Haraldur kemst upp í þessa 2.600 milljarða tölu, hann var ekkert að spara sig í kreppukláminu og svartsýninni og voru allir sótraftar á sund dregnir. Voru þetta allar skuldir ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 01:33
Blessaður Vilhjálmur.
Eru þetta ekki tölur fjármálaráðuneytisins auk heildar-ICEsave skuldbindingin auk þess hluta láns IFM sem er komið inná reikning Seðlabankans. Fer allavega nærri lagi miðað við síðustu tölur Morgunblaðsins.
En þú talar um kreppuklám og sótarrafta. Þú varst á fundi með einum "rafti", Gylfa forseta, um Evrópumál. Gylfi sagði eftir þann fund að hrun blasti við í sumar ef ekki yrðu mörkuð skýr framtíðarsýn og tafarlaust yrði sótt um aðild að ESB.
Og í Morgunblaðinu fimmtudaginn 23. apríl var grein þar sem blaðamaður hafði þetta eftir kreppuklámskallinum Þórði Magnússyni hjá Eyri Investment.
Og annar klámkjaftur eða er það sótarraftur sagði þetta.
En Þór er kannski eins og hann hefur alltaf verið, en var hann ekki þekktur fyrir bjartsýni í gamla daga?
Þannig að mikið "raftasmit" virðist ríða húsum í þjóðfélaginu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 08:59
Ekki er ég að verja hávexti, Ómar, enda var ég ekki að tala um þá.
Ég treysti því að þurfa ekki að útskýra orðatiltækið "allir sótraftar á sund dregnir" fyrir Austfirðingnum.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 09:39
Nei, ég var bara að stríða þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.