Jafnréttisparadís hæfileikasnauðra kvenna

Þegar ferill kærumála til kærunefndar er skoðaður kemur í ljós að konur eru alltaf að ímynda sér að það sé verið brjóta á þeim jafnréttislög.

Þegar skýrsla hagstofunnar er skoðuð kemur berlega í ljós að konur eru kolómögulegir stjórnendur enda bara 20% stjórnenda konur á Íslandi. Þetta sýnir að íslenskar konur eru afbrigðilegar samanborið við konur af öðrum þjóðernum enda sýna erlendar rannsóknir að konur eru almennt betri stjórnendur en karlar.

Á Íslandi er einungis fjórðungi stofnana veitt forstaða af  konum en kærur vegna slíkra stöðuveitinga tapast nánast undantekningarlaust. Í bönkunum voru 100% stjórnenda karlar og eru þeir ágætt dæmi um afbragðskarlstjórnendur.

Konur eru nánast hættar að kæra stöðuveitingar enda líta valdhafar á slíkar kærur sem beina móðgun við sig og kvendum sem viðhafa slíka tilburði gjarnan útrýmt af markaði.

Af hálfu Securitas hf. er því hafnað að uppsögnin hafi farið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Uppsögnin hafi upphaflega eingöngu verið sögð rakin til skipulagsbreytinga í fyrirtækinu, en fyrir kærunefnd jafnréttismála vísaði Securitas hf. jafnframt til þess að ágreiningur kæranda við yfirmann og samstarfsörðugleikar á vinnustað hefðu verið ástæða uppsagnar kæranda.

Ég þekki karlmenn sem hafa hangið í starfi alla ævi þrátt fyrir ágreining við yfirmenn og þrátt fyrir að hafa ekki verið hvers manns hugljúfi á vinnustað. Það hefur þá verið litið á það sem eðlilegan rétt karlmannsins að halda starfi sínu og viðurværi þrátt fyrir að vera geðvondur á köflum.


mbl.is Ekki brot á jafnrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæl þú kvenna heilust.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband