Stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar er að styrkja krónuna

Mótun stefnu sem miðar að því að styrkja íslensku krónunnar er stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar.

Erfitt er um vik að móta vitræna stefnu með þessu markmiði meðan stjórnarráðið er í böndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en hugmyndir hans um björgun eru í raun að slátra krónunni.

Innganga í ESB væri í raun náðarhögg fyrir íslenskt efnahagslíf eins og sakir standa.

Málflutningur Evrópusinna um vaxtalækkanir og afnám verðtryggingar í kjölfar inngöngu er villandi í tveimur skilningi.

Ekkert samhengi er á milli vaxta og verðtryggingar og inngöngu í ESB

Verðtrygging og vaxtastig er ákvarðað af ríkisvaldinu á hverjum tíma. Með því að taka upp alvöru efnahagsstjórn er hægt að afnema verðtryggingu og finna vaxtastiginu eðlilegan farveg.

Samfélaginu hefur verið stjórnað í áratugi út frá viðmiðum í "business" en ekki þjóðhagslegri hagkvæmni.

Velmegun samfélagsins var fórnað til þess að business-menn gætu haft það gott.

Í stjórnmálum þarf að fara að sýna ábyrgð, hætta klíkuráðningum og huga að alvöru að því að Ísland er land fólksins en ekki business-mannana.


mbl.is Engin viðskipti á millibankamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband