Árás á Ísland

...segir hagfræðingurinn Michael Hudson. Hann heldur því fram að lagt sé að íslenskum stjórnvöldum að selja ríkiseignir og auðlindir til þess að borga það sem hann kallar spilavítisskuldir hinnar spilltu íslensku bankastéttar.

Starfsemi bankanna á Íslandi var fjárglæfrastarfsemi. 

Lánadrottnar íslensku bankanna og innistæðueigendur voru samsekir í fjárglæfrastarfseminni og virkir þáttakendur.

Þeir tóku gróða í geisiháum vöxtum sem var greiðsla til þeirra fyrir þá áhættu sem þeir tóku. Það er því með öllu óeðlilegt í viðskiptalegu tilliti að nokkur annar beri þessa áhættu en þeir sem tóku hana á sig og fengu greitt fyrir.

Sú hugmynd að leggja eigi þetta tap á herðar íslenskra skattgreiðenda er fáránlegur viðsnúningur á reglum viðskiptafræðinnar, hefðarinnar og öllu því sem eðlilegt getur talist.

Í marga mánuði hefur heimskuáróður dunið yfir Íslendinga og reynt er að telja þeim trú um að þeir hafi verið aðilar að þessum viðskiptum sem þeir voru alls ekki.

Baugsmiðlarnir hafa ekki látið sitt eftir liggja í heilaþvottinum og Jóhannes í Bónus vill meina að bankamennirnir séu miklir velgjörðarmenn og að Eva Joly fari yfir strikið þegar hún lætur sér detta í hug að hér geti verið glæpastarfsemi.

Viðtal við Michael Hudson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég veit ekki til þess að ein einasta króna af skuldum gömlu bankana leggist á íslenska skattgreiðendur- þetta eru bara gjaldþrota fyrirtæki þar sem er verið að reyna að koma eignum í verð upp í kröfur eigenda. Þetta kemru íslenskum skattgreiðendum ekkert við og mun alls ekki lenda á þeim. Hitt er annað mál með innistæðureiningana s.s. Icesave og Edge en um þá starfsemi gilda bara aðrar reglur. Töluvert er að af eignum upp í þær skuldir þannig að þær leggjast ekki af fullum þunga á Íslenska skattgreiðendur.

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eru breska og hollenska ríkið ekki lánadrottnar núna eða telja sig vera það?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ægir ég sé ekki að svar þitt sé viðbrögð við neinu sem ég segi í færslunni hér að ofan eða að þú sér að útskýra neitt fyrir mér sem ég vissi ekki fyrir.

Það er alltaf gott á fá einhvern inn sem telur að þetta sé bara ekkert mál. Þú ættir að útskýra þetta fyrir ríkisstjórninni áður en hún fera að skera niður fjárlög og hækka skatta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:34

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Um Icesave og Kaupthing Edge gilda þær reglur að Tryggingasjóður Innistæðna á að ábyrgjast þær en ríkissjóður Íslands ber enga ábyrgð á þessum innistæðum enda voru þetta viðskipti í einkabönkum.

Það er líka spurning hvort þeir sem stóðu að þessum viðskiptum vitandi um stöðu bankanna séu ekki réttarfarslega ábyrgir og ættu að sæta dómi fyrir það í Bretlandi og Hollandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:42

5 identicon

ég bara bendi á staðreyndir. Ég sagði aldrei að þetta væri ekkert mál - það er einhvers konar oftúlkun á mínum orðum. Það er bara hins vegar þannig að skuldir gömlu bankanna eru þeirra ekki íslenska ríkisins.

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ægir þú ert alls ekki að benda á staðreynd þegar þú segir:

Töluvert er að af eignum upp í þær skuldir þannig að þær leggjast ekki af fullum þunga á Íslenska skattgreiðendur.

Hið rétta er:

Þetta eru skuldir einkafyrirtækis með ábyrgðir í Tryggingasjóði Innistæðna og á alls ekki að leggjast á íslenska skattgreiðendur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:50

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

"ég veit ekki til þess að ein einasta króna af skuldum gömlu bankana leggist á íslenska skattgreiðendur" þetta er algerlega nýtt fyrir mér a.m.k.

Finnur Bárðarson, 30.4.2009 kl. 17:54

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Finnur ég er að tala um skuldir vegna Icesave og Edge

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:58

9 identicon

Um það hvað hefur fallið og fellur á ríkið - almenning á landinu er óþarft að þrátta; nú þegar er Ríkiskassinn tómur og gott betur eins og lesa má hér hjá Andra.  Þetta segir alla söguna.  Ástandið er mjög alvarlegt.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:20

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það Hákon

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 18:27

11 identicon

má skjóta þessu inn hér?

http://www.vidskiptaraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar-GM/nr/2896

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband