Fréttamenn þurfa að hugsa betur um það hvað þeir segja

Ef einhver er að misnota atvinnuleysisbætur er hann þá ekki að eyða greiðslunni í vitleysu eða að eyðileggja hana.

Þeir sem þyggja atvinnuleysisbætur án þess að eiga til þess raunverulegan rétt eru að misnota atvinnuleysisbótakerfið eða velferðakerfið.

Þegar kerfi eru misnotuð má rekja það að hluta til þess að kerfið er meingallað, t.d. vegna slægs eftirlits eða að það er hagstæðara að vera innan kerfisins en utan þess (t.d. á vinnumarkaði).

Það er vart hægt að þróa svo fullkomið kerfi að ekki séu einhverjir sem misnota það (free riders) en það er fórnarkostnaður við að halda uppi velferð (trade off).

Sem skattborgar eigum við þó ekki að líta framhjá því þegar fólk misnotar kerfi ekki síst vegna þess að á endanum eru það við sem erum að halda uppi þessum einstaklingum.


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

það eru tekin skattar og önnur gjöld af atvinnuleysisbótum.  sama sem. sá sem er á atvinnuleysisbótum er skattgreiðandi.

svo mætti halda að fólk sem bloggar um þessa frétt haldi að það meigi laga atvinnuástandið með að koma upp um nokkra sem misnota þetta kerfi, eins og allir hafa gleimt því hvernig það gerðist að um 18 þúsund manns eru atvinnulausir í dag. og það er ekki þessu fólki að kenna að það misti vinnuna. 

GunniS, 1.5.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband