Fólk farið að losa sig úr viðjum ríkjandi valds

Alllengi hefur almenningur látið alls konar ósóma yfir sig ganga. Má þar nefna kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði. Verkalýðsforystan hefur brugðist og gengur erinda sérhagsmuna um Evrópuaðild.

Viðbrögð almennings á Austurvelli við ræðum foringjanna sýnir að fólk er að rífa sig úr viðjum forystunnar og vill að tillit sé tekið til hagsmuna almennings.

Eftir bankahrunið í haust mynduðust alls konar hreyfingar sem spruttu úr grasrótinni og eru margar þessar hreyfinga leiddar af sönnum leiðtogum en ekki sérhagsmunapoturum.

Hópurinn um hagsmuni heimilanna er einn slíkur og vinnur að því að beina athyglinni að vandamálum heimilanna.

Ótrúleg mismunun hefur verið á milli hinna almennu borgara og fjármagnseigenda í björgunaraðgerðum. Björn Þorri hefur t.d. vakið athygli á því að 200 milljörðum var hennt í peningamarkaðssjóði í haust án þess að fyrir liggi hvort að það hafi verið lögleg meðferð á fjármunum skattgreiðenda.

Heimilunum var á sama tíma lofað 2 milljörðum.

Ég bind vonir við að þessi ríkisstjórn muni gera eitthvað til þess að leiðrétta þetta óréttlæti en það á eftir að koma í ljós

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Þakka góðan, þarfan pistil, Jakobína

Hlédís, 2.5.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Því miður hef ég það á tilfinningunni að það sem ríkisstjórnin hafi gert og muni gera sé of lítið og of seint.

Arinbjörn Kúld, 2.5.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband