Yfirvöld gegn því að skuldarar standi með sjálfum sér

Yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að láta skuldara, oft ungar barnafjölskyldur, standa undir fjármögnun bankanna.

Gengisáhættan sem bankarnir tóku var í miklum mæli færð yfir á skuldara. Verðtryggingin sem yfirmælir stöðu skuldara er verkfæri valdhafanna til þess að fjármagna bankanna og vaxtagreiðslur til Jökla- og Krónubréfaeigenda.

Nú hafa bankarnir grætt svo mikið á heimilunum að útlit er fyrir að ríkissjóður þurfi ekki að leggja eins mikið í fjármögnun bankanna og upphaflega var talið.

Með þessu hefur verið hægt að þyrma fjármagnseigendum og auðmönnum (skattgreiðendum) á kostnað þeirra sem hafa mikla greiðslubyrði vegna húsnæðiskaupa.

Gylfi Magnússon vill ekki að skuldarar rísi upp gegn ranglætinu.

Hverjir eru Jökla- og Krónubréfaeigendur?

Hvers vegna er svo miklu fórnað fyrir hagsmuni þeirra?

Þessu verða yfirvöld að svara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband