2009-05-03
Þrælahald í boði AGS
Hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að styðja stórveldin við að innheimta skuldir valdaminni ríkja með öllum tiltækum ráðum. Ekki skiptir máli hvort skuldirnar séu réttmætar eða hvort að aðferðafræði þeirra kalli neyð yfir allan almenning.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er í liði með þeim sem vilja innleiða póst-modernískt þrælahald á Íslandi.
Ef við skoðum hverjum verið er að bjarga í aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er ljóst að það er afmarkaður hópur sem sennilega er að stórum hluta borgarar annarra landa. Fremstir eru þar Jökla og Krónubréfaeigendur ásamt ónefndum Lundúnarbúa sem skuldar innistæðueigendum 700 milljarða. Hópur þátttakenda í útrásinni fjarlægði gjaldeyri upp á hundruð milljarða og kom þeim fyrir á aflandseyjum og þurrkuðu út gjaldeyrisvaraforða þjóðarbúsins. Rán Íslandssögunnar en mun minni áhersla hefur verið lögð á að endurheimta ránsfenginn en að kreista fjármagn úr venjulegum fjölskyldum.
Ránsfengurinn er í erlendum gjaldeyri en einungis er hægt að kreista lélegar krónur af almenningi. Það er því mun hagkvæmara fyrir þjóðarbúið að endurheimta ránsfenginn en að setja allt þetta púður í að koma fjölskyldum á vonarvöl. Lélegt gengi krónunnar þýðir að það kostar almenning mun fleiri vinnustundir að standa skil á fjárhæðum í erlendum gjaldmiðli.
Aðferðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sýna að styrkur Íslands gegn öðrum þjóðum er honum algjört aukaatriði sem og velferð almennings á Íslandi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur hér uppi háum stýrivöxtum sem ein af meginástæðum fyrir lélegu gengi krónunnar. Háir vextir af Jökla- og Krónubréfum skapa viðvarandi þrýsting á krónuna. Atvinnulífið er í rústum vegna hárra vaxta og verðtryggingar.
Fyrir liggur að draga máttinn enn frekar úr íslensku samfélagi með niðurskurði í ríkisfjármálum sem helst má líkja við slátrun.
Það kerfi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið á hér í ríkisfjármálum, peningastefnu og skilgreiningu þess hverjir eiga að bera tapið er vegarspotti sem leiðir allan almenning beina leið inn í skuldaánauð eða landsflótta.
Kolvitlaus hugmyndafræði stórkapítalismans ræður hér för. Ofbeldi af hálfu valdabattería á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB hefur verið viðvarandi í allan vetur og íslenski valdhafar hafa aktað sem strengjabrúður þessara afla í stað þess að taka stöðu með þjóðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 578381
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...minni áhersla hefur verið lögð á að endurheimta ránsfenginn en að kreista fjármagn úr venjulegum fjölskyldum...
Skrítið þetta með IceSave uppgjörið.
Reyndar gjörsamlega óviðunnandi og brot á öllum siðferðisreglum og venjum samfélagsins - að setja þetta uppgjör á almenning í stað þess að sækja peningana þangað sem þeir fóru og eru.
Hér hafa stjórnvöld verið að þrátta um þessa innlánsreikninga við erlend ríki og innistæðueigendur í yfir hálft ár og eru nú að semja um að greiða þessa vanskilaskuld örfárra einstaklinga hér úr vösum almennings.
Ég tel að fólk eigi að rísa upp hér og mótmæla þessu og ekki seinna en núna.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:50
Þegar maður er kominn með stærsta handrukkar heims á bakið er ekki gott að hrista hann af sér. Hvað er til ráða? Hlaupa, borga, reyna að semja um frest, neita að borga og láta lemja sig?
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.5.2009 kl. 18:53
Ég held að best væri að reka hann í burtu. Ástandið verður erfitt með og án hans en ég held að við komumst fyrr upp úr þessu án hans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.5.2009 kl. 19:00
Þessu á að mótmæla núna.
Það eru ekki til peningar til að greiða þetta eins og þessi jarðbundni maður Elías Pétursson bendir á í viðtali í Silfri Egils 18. febrúar s.l.
Það er ekki fyrirsjánlegt að það verði afgangur fyrir afborgunum og vöxtum af skuldum óreiðumannanna. Enda hvernig í ósköpunum dettur mönnum það í hug - til að byrja með ?
Takk fyrir plássið fyrir innleggin
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:48
Þú ert alltaf velkomin Hákon og Andri líka
En ég skil ekki hvers vegna þessu er ekki mótmælt. Ég ætti kannski að fara niður á Austurvöll á morgun með pott og pönnu og vera mótmælandinn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.5.2009 kl. 22:55
IMF fór eins og sinueldur um Asíu um 1990. Á síðustu 10 árum hafa flest Asíuríki sem festust í klóm IMF byggt upp einn stærsta gjaldeyrisvarasjóð sem þekkist. Hvers vegna? Jú til þess að þurfa aldrei að leita til IMF aftur!
Það er ekki nóg að mótmæla þessu, það verður að gera þá kröfu að íslensk stjórnvöld komi upp með heildarplan þar sem gert er upp við alla aðila, allt frá erlendum kröfuhöfum til húsnæðislántaka á Íslandi. Það er langheiðarlegast að leggja öll spilin á borðið og ná samkomulagi við sem flesta aðila.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 15:36
Ég tek undir það Andri að skort hefur að stjórnvöld kynni heildarstefnu og sýn varðandi kreppuna. Upplýsingar til almennings hafa verið brotakenndar sem líklega endurspeglar ráðaleysi valhafanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.