Firrur og fáránleiki?

Jón Baldvin rekur í firrum sínum ýmislegt sem hann segir vera áróður Evrópuandstæðinga. Það er vert að benda á að þessar firrur eru hans málatilbúnaður og speglar alls ekki réttilega málflutning Evrópuandstæðinga.

Í elleftu firru sinni tekur Jón Baldvin fyrir skilgreiningu Evrópuandstæðinga á fyrirbærinu ESB eða Evrópu. Þetta er hjákátlegur málflutningur sérstaklega í ljósi þess að vinstri og hægri er orðið frekar úrelt hugtak en Jón Baldvin virðist ekki gera sér grein fyrir hverjir valkostirnir eru eða hverjar eru þarfir eða vilji þjóðarinnar. 

Jón Baldvin segir m.a.: hvort heldur þeir vilja að Ísland framtíðarinnar verði skrípamynd af amerískum kapítalisma eða virkur þátttakandi á jafnréttisgrundvelli í samstarfi hinna norrænu velferðarríkja innan vébanda Evrópusambandsins.

Ofangreind setning er með verra bulli sem ég hef rekist á í þessari ESB-umræðu og í raun móðgun við greind lesenda.

Málflutningur af þessu tagi bendir til þess að annað hvort er höfundurinn sérlega einfaldur í hugsun eða þá að hann hefur mjög lita trú á greind lesandans og ætlar sér að hræða hann til þess að taka afstöðu með öðru hvorum af tveim vondum valkostum eins og að aðrir séu ekki til staðar.

Það er einfaldlega þannig að það er í höndum Íslensku þjóðarinnar að móta framtíð sína og það getur hún vel gert án þess að apa annað hvort upp ósómann í Ameríku eða ósómann í Evrópu.

Ísland getur vel verið virkur þátttakandi á jafnréttisgrundvelli í samstarfi við fjölda ríkja og haldið sér utan vébanda ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var í raun hrifinn af þessari grein Jóns Baldvins, en er alveg sammála þér varðandi þessa "11. firru" Jóns Baldvins.

ESB hefur ekkert með það að gera hvort maður er vinstri eða hægri maður, enda rétt það sem þú bendir á að skilin á milli eru ekki alltaf jafn glögg og menn halda.

Ég hef persónulega jafn lítinn áhuga á bandaríska kerfinu og því skandínavísk, því ég held að okkar ágæta kerfi sé bara ágætt og án öfga Skandínava eða Bandaríkjamanna. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.5.2009 kl. 18:53

2 identicon

Jakobína.

Hér er ég ekki sammála. Mér fannst þessi málsgrein JBH áhugaverð. Ísland er svo sannarlega búið að vera hálfgerð skrípamynd af Ameríku. Þú þarft ekki að horfa lengi í kringum þig til að sjá merkin, risastórir og eyðslufrekir pallbílar, hjólhýsi af stærstu gerð, gasgrill sem duga fyrir heilt naut í einu, endalaus peningaumræða í öllum fjölmiðlum, vaxandi misskipting, aukið vægi en ómarkviss einkarekstur í almannaþjónustu, osfr. osfr. Ekki beint sama mynd og sjá má á ferðalögum um Evrópu, ekki satt ? En þetta með þátttöku á jafnræðisgrundvelli er reyndar dálítið súrt og langsótt. Ísland er pínulítið, hálfgerður ómagi á meðal norrænna þjóða þó svo að við teljum okkur trú um annað. Ég er á þeirri skoðun að okkur gæti farnast vel innan ESB en áður en sú skoðun er fullmótuð þá þarf maður að fá að sjá spilin. Vera má að upp komi bara tómir Jókerar.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhann það sem ég er að benda á er að Jón Baldvin setur mál sitt fram þannig að eini valkosturinn við fáránlega Ameríkuvæðingu sé að ganga í ESB. Þetta gerir lítið úr íslenskri þjóð sem getur hæglega þróast á eingin forsendum.

Ég var nýlega í Ungverjalandi sem er innlimað í ESB. Það þarf fólk að taka með sér klósettpappír og hnífapör ef það leggst á sjúkrahús en það er gott fólk þar. Bankarnir í valdamiklum Evrópuríkjum hafa valtað yfir þá þjóð og gert hana stórskulduga. AGS er þar núna til þess að kreista allt sem hann getur út úr þessari þjóð sem verður að miklu leiti að komast af á sjálfþurftarbúskap.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.5.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband