Glaðir menn frá AGS!

Gunnar Tómasson segir frá því hjá Agli Helga að hann sjái ekki betur en að skuldsett heimili landsins hafi nú þegar fengið alla þá fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum sem þeim mun standa til boða.

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var glöð í bragði eftir heimsókn sína í mars enda hefur bönkum og stjórnvöldum tekist að láta heimilin í landinu fjármagna vextina af jöklabréfum sem eru í eigu einhverra sem alls ekki mega tapa á viðskiptum við bankanna.

Sendinefndin hvetur stjórnvöld til að halda uppteknum hætti og virðist telja þetta nánast kristilega hegðun en hún segir: "að meðhöndla innistæðueigendur og lánardrottna á drengilegan, sanngjarnan og réttlátan hátt í samræmi við viðkomandi lög; og að koma á fót starfshæfu bankakerfi eins fljótt og unnt er."

Er það ekki sanngirni og réttlæti að þeir sem tóku áhættu til þess að græða á því beri sjálfir tapið?

Er það drengilegt að skuldarar í landinu bæti Jöklabréfaeigendum upp tapið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband