Aðildaviðræður kosta 1.300.000.000 hið minnsta

Vilja að umræðan um Evrópumál fari fram á upplýstan og málefnalegan hátt en ekki með upphrópunum og hræðsluáróðri segja skynsemisraddir á Íslandi

Upphrópanir og hræðsluáróður er ekki ofsagt.

ESB-sinnar eru tilbúnir til að eyða milljörðum úr vasa skattgreiðenda til þess að fá að VITA hvað stendur til boða á sama tíma og verið er að leggja niður sérkennslu fyrir yngri börn í grunnskólum vegna fátæktar.

Málflutningur ESB-sinna er fyrirsláttur. Þeir vilja festa í sessi ferli að inngöngu því það myndi enginn með snefil af skynsamri hugsun leggja út í þessa fjárfestingu bara til þess að fá að VITA eitthvað sem hægt er að komast að á mun ódýrari hátt.

Frétt á Vísi í dag: Fyrirhuguð sameining á bráðamóttökum Landspítala mun að öllum líkindum leiða til skertrar þjónustu við sjúklinga og stefna öryggi ákveðinna hópa þeirra í hættu

Er forgangsröðunin í meðferð skattpeninga á hreinu hjá samfylkingu ?


mbl.is Á 5. þúsund ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Það er auðvitað fyndið hvernig sumir eins og þú Jakobína reyna með hræðsluáróðri að koma í veg fyrir samningaviðræður. Þessi tala þín er tómt kjaftæði og bull.

Varðandi fréttina sem tengt er við þá geri ég orð annars bloggara að mínum:

Ég hef ekkert á móti undirskriftasöfnun en það er sláandi munur á ósammála.is og www.sammala.is. Þú sérð ekkert hverjir eru á listanum hjá ósammála.is og það er engan veginn hægt að taka mark á tölum þeirra. Á www.sammala.is þarft að staðfesta undirskriftina auk þess sem sjálfboðaliðar fara yfir allar skráiningar. Á ósammála.is þarftu ekki annað en að slá inn einhverja kennitölu og netfang og leggja saman 2+3. Hvað veit ég nema nafnið mitt sé þarna en ég hef ekki sett það. Það getur bara enginn farið yfir þenna lista því þeir tóku hann út. Og af hverju tóku þeir hann út? Jú vegna þess að í ljós kom að listinn var kolrangur. Þessi listi er því einkis virði. Svolítið athyglisvert að Mogginn í dag skuli taka þennan ómarktæka lista á ósammála.is og benda á að á fimmta þúsund hafi skrifað sig á hann (sem sennilega er bull) en minnast ekki einu orði á að á fimmtánda þúsund hafa skrifað sig á www.sammala.is sem er réttur listi.

Hulduheimar, 4.5.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband