Björgólfur, Magnús Þorsteins og Svanberg í djúpum skít

Það sló mig verulega að heyra af vandamálum Björgólfs en ég set traust mitt á samfylkinguna að veita honum ekki verri úrlausn mála en öðrum sem ekki geta lengur lifað af launum sínum og naumum eignum.

Landsflótti atgerfis hefur einnig verið áhyggjuefni og mig setti hljóða þegar ég frétti að Magnús Þorsteinsson væri flúinn til Rússlands.

Velferðarbrú Jóhönnu virðist vera of stutt til þess að ná til barnafjölskyldna. Svanberg er bara einn af þúsundum í svipaðri stöðu. Stöðu sem skapaðist vegna græðgi bankamanna sem veittu ranga ráðgjöf til fjölskyldna til þess að auka arðsemi bankanna sem síðan var komið undan til aflandseyja.


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að lesa pistil eftir eðal-VG mann í desember sl.

    * Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar þó að einkabönkunum hafi verið leyft að fara í gjaldþrot, fá nýjar kennitölur og vera lausir allra mála.

meira hér:

http://okurvextir.blogspot.com/2008/12/slenskt-hagkerfi-stendur-og-fellur-me-v.html

Rósa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband