Öfugmæli

Fólk kemur oft ekki auga á samhengi hlutanna

Drápsklyfjarnar, okurvextirnir, eru til þess að koma bankakerfinu í gang og bjarga fjármagnseigendum á kosnað atvinnulífsins og fjölskyldna.

Til þess að losna undan þessum ósóma þarf að setja bankanna á hausinn og byrja upp á nýtt án þess að hygla að tilteknum þjóðfélagshópi og erlendum fjárfestum.


mbl.is Létta verður drápsklyfjar vaxtanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held að það gerist að sjálfu sér þegar örfáir verða eftir sem geta borgað. Sem mér sýnist vera að gerast.

Rut Sumarliðadóttir, 6.5.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Verst að þeir rembast þangað til allt fer til fjandans

Nýja Lýðveldið Ísland, 6.5.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli þeir komi næst og taki skyrtuna mína?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er allt eins víst

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er þetta með samhengi hlutanna.   Vextir á Íslandi eru lágir miðað við verðbólgu, og íslenda er því með eina lægstu raunvexti á óverðteygðum reikningum.   Að fara með vexti niður fyrir verðbólgu, gefur sumum okkar verðbólgugróða, og þá vil ég líka fá svoleiðis gróða, áður en lánsféð (sparifé ellilífeirysþeganna) klárast

Kristinn Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að 15% stýrivextir séu ekki lágir vextir. Ef verðtryggingin yrði afnumin þá myndu fastir vextir trúlega hækka en hins vegar myndu breytilegir vextir endurspegla verðbólguna á hverjum tíma.

Fastir vextir eru ótrúlega háir á Íslandi miðað við að það er verðtrygging hér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.5.2009 kl. 02:15

7 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

15% vextir í 15% verðbólgu eru MJÖG lágir vextir. Ef verðbólgan er meiri, þá eru vextirnir orðnir negatífir raunvextir og þar með orðnir með þeim allra lægstu í Evrópu og jafnvel í heiminum.  Stýrivextir eru nafnvextir án verðbóta og því eru þeir lágir miðað við verðbólgu.  Enda hafa hvorki fyrri né núverandi vaxtanefnd Seðlabankans þorað að hafa neikvæða raunvexti, því þá fara menn að græða verðbólgugróða.  Ég við líka fá svoleiðis gróða eins og aðrir.

Kristinn Sigurjónsson, 7.5.2009 kl. 02:25

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ágæti Kristinn neikvæðir raunvextir er hið viðtekna í kreppu. Það er bull að það sé 15% verðbólga.

Með því að tryggja fjármagnseigendum viðvarandi jákvæða raunvexti er verið að leggja alla áhættu af viðskiptum yfir á skuldara. Það er óréttlátt enda þekkist það hvergi nema á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.5.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband