Traust, hvað er það?

Traust er grundvöllur öryggistilfinningar í samskiptum einstaklinga, hópa eða þjóða. Tilvist þess byggir á reynslu, afspurn eða orðspori. Ímynd eða tákn mynda sterk tengsl við tilfinningar. Tilvists traust felur í sér fyrirsjáanleika.

Fyrirsjáanleikinn þarf ekki þýða að sá sem nýtur traustsins standi sig vel frá sjónarmiði hans sjálfs heldur getur það allt eins þýtt að hann gagnist vel þeim sem treystir og þá jafnvel á eigin kostnað.

Mikið hefur verið talað um að traust á Íslandi hafi fokið í kjölfar bankahrunsins, þ.e. að orðspor Íslands hafi beðið hnekki. Þetta er nokkuð mikil einföldun því traust á Íslandi hefur verið að dvína í nokkur ár.

Stjórnarfar og menning þjóðar er grundvöllur táknmyndar af þjóð. Traust annarra þjóða á Íslandi byggir að miklu leiti á því hverju þeir trúa um stjórnarfar og menningu á Íslandi.

Þessar vangaveltur eru verðugar þegar hlustað er á áróður samfylkingar um að innganga í ESB muni endurvekja traust á íslensku þjóðinni. Með því að ganga í ESB göngumst við undir stjórnarfar valdhafanna í Brussel. Ekki er líklegt að velferð íslendinga sé í fyrirrúmi við ákvarðannatöku í Brussel heldur er líklegt að fjármálakerfi Evrópu, alþjóðafyrirtæki og viðskiptahagsmunir þeirra valdamestu ráði för. Í þessu felst ákveðinn fyrirsjáanleiki um að hagsmunir valdhafanna í Brussel verði í fyrirrúmi.

Fyrirsjáanleiki í stjórnmálum á Íslandi hefur verið mikill. Klíkustjórnmál hafa verið viðvarandi og ekki er að sjá að snúið hafi verið af þeirri braut með nýjum valdhöfum.

Ísland hefur notið trausts erlendra fjárfesta enda hafa þeir getað treyst því að hagfræðileg renta (gróði) af auðlindunum hefur verið höfð af þjóðinni og færð á hendur alþjóðlegra auðhringa.

Stjórnvöld á Íslandi hafa ávallt svikið almenning um eðlilega hlutdeild í ávinnigi af tækifærum. Þessu hefur verið náð með einokun, fákeppni, höftum og kvótaframsali. Skattheimtutækifæri hafa verið færð af ríkissjóði og á hendur einstaklinga, lénsherranna á Íslandi. Dæmi um þetta eru kvótaframsal í landbúnaði, einokun Íslenskara aðalverktaka á verkefnum Varnarliðsins, Kvótaframsal í sjávarútvegi, sala á aflestrarmælum Orkuveitunnar og framsali verðtryggingargróða til einstaklinga.

Undanlátssemi við yfirgang lénsherranna er hluti af menningu þjóðarinnar ásamt trúgirni hennar á boðskap valdhafanna. Íslenska þjóðin hefur í áranna rás lagt traust sitt á valdhafanna en sviksemi þeirra afhjúpaðist við bankahrunið. Traustið á valdhöfunum er þjóðinni mikilvægt og trúgirni hennar á velvilja valdhafanna er enn til staðar.

Hvað þýðir það í raun þegar samfylkingin heldur því fram að traust annarra þjóða aukist við inngöngu í ESB?

Stýrivextir á Íslandi eru þrátt fyrir vaxtalækkun með þeim hæstu í Evrópu.

Fyrir þá sem vilja losna undan oki misvitra stjórnvalda sem þjóna sérhagsmunum bendi ég á þátttöku hér.

 


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband