Iðrun valdhafanna/sociopathy

Þáttur samfylkingarinnar í bankahruninu er athyglisverður.

Núverandi forsætisráðherra sat í ríkisstjórn sem ákvað að ljúga að þjóðinni og umheiminum þegar að syrta fór hjá bönkunum.

Núverandi forsætisráðherra hefur ekki sýnt neina iðrun fyrir sinn hlut í ríkisstjórn sem leiddi þjóðina í þrot.

Forysta samfylkingarinnar hefur ekki sýnt á neinn hátt að hún hafi tök á því að leysa þau vandamál sem framundan eru. Í stað þess að koma hreint fram fyrir kosningar hrópaði samfylkingin ESB þegar hún var spurð um fyrirætlanir.

Það sem kannski er svartast í þessari upptalningu að samfylkingin lagðist blygðunarlaust í forheimskunarherferð fyrir kosningar og fær mig til þess að hugsa um þetta.

Meðal þess sem samfylkingin sagði við almenning er að innganga í ESB leysi þjóðina undan verðtryggingunni og að innganga í ESB losi þjóðina undan háum vöxtum.

Hvort tveggja er rangt og ólíklegt annað en að það hafi verið forystu samfylkingarinnar fullljóst.

Ég fyrir mitt leyti treysti ekki fólki sem hagar sér svona til þess að hafa á höndum efnahagsstjórn landins. 

Það virðist vera markmið samfylkingarinnar að afmennta þjóðina og gera hana verr í stakk búin til þess að standa með sjálfri sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband