Mikið atvinnuleysi í ESB

Smá leiðrétting vegna bununnar sem gengur úr áróðursmaskínu ESB sinna.

ATVINNULEYSI Í ESB RÍKJUM, NÝJAR UPPLÝSINGAR OG INNAN SVIGA GAMLAR UPPLÝSINGAR SEM ÁRÓÐURSMASKÍNAN NOTAR:

Norðurlönd í ESB: Danmörk nú 5,7% (3,4 árið 2007); Finnland 7,6% (6,6); Svíþjóð 8,0% (3,5).

Minni ríki: Eistland 11,1% (4,7); Írland 10,6% (4,8); Kýpur 4,9% (3,7); Lettland 16,1% (4,9); Litháen 15,5% (5,4); Malta 6,7% (4,1).

Samkvæmt málflutningi áróðursmanna fyrir aðild Íslands að ESB snýst Evrópusambandið öðru fremur um vinnu og velferð. Atvinnuleysi í þessu fyrirmyndarsamfélagi mælist nú að meðaltali 8,9% yfir allt svæðið, jafnhátt á evrusvæðinu og utan þess. Framkvæmdastjórn ESB áætlar þessa dagana að atvinnuleysið fari í 11,5% að meðaltali um mitt næsta ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband