Þýfið

Hrunið á Íslandi er á ábyrgð samfylkingar og sjálfstæðisflokks.

Stjórnmálamenn í stóru flokkunum eru á mála hjá úrtrásarvíkingum en samfylking verndar enn hagsmuni útrásarvíkinganna.

Lýður og Ágúst Guðmundsynir hafa mætt mikilli velvild hjá stjórnvöldum. Þeir fengu að kaupa Landsímann vægu verði. Davíð Oddson rétti Kaupþingi 520 milljarða úr vasa skattgreiðenda í október en hvað varð af þeirri fjárhæð?

Eignir Lýðs og Ágústs eru metnar á 78 milljarða í Bretlandi en þar eru þeir á lista yfir ríkustu menn eyríkisins.

Bræðurnir eiga ýmsar eignir á Íslandi s.s. Lyfju, Vís og megnið af Exista sem þeir hafa verið að reyna að taka yfir.

Í haust þegar að bankarnir féllu þótti ástæða til þess að bæta peningamarkaðsbréfaeigendum og innistæðueigendum tap umfram tryggingar úr vösum skattgreiðenda. Skýringin "hætta var á að gert yrði run" á bankanna. Það hefur minna verið fjallað um að gert var "gjaldeyrisrun" á bankanna en menn flugu á einkaþotum sínum með fullar ferðatöskur af peningum úr landi.

Hvert skyldu 520 milljarðar sem Davíð af góðsemi sinni afhenti Kaupþingi en voru í eign skattgreiðenda farið?

Er ríkisstjórnin að reyna að ná þýfinu til baka?


mbl.is Kanna lögmæti frestunar launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband