Undirmálsfólk

Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrarsýslu lánaði vafasömum karakterum í Ameríku milljarð. Sparisjóðurinn er núna á hausnum með átta milljarða tap. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir sparisjóðsstjórann sem hefur sannað á sig þvílíka vanhæfni.....

.....en fyrrverandi sparisjóðsstjórinn hefur fengið nýtt starf.....sem FORSTJÓRI Kaupþings.

Birna Bankastjóri gleymdi að hún fékk lán hjá Glitni upp á hundrað milljarða en það tefur ekkert fyrir henni i bankastjórastarfinu.

Mestu efnahagssnillingar Íslands starfa á hagstofunni, fjármálaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og í seðlabankanum en þeim tókst í fyrra að setja saman efnahagsspá sem er vitlaus í öllum liðum, t.d. er spáð 1.9% atvinnuleysi 2008 og 3.9% 2009.

Vanhæfni í eftirlitsstofnunum og löggæslu eða rannsóknastofnunum skapa tregðu sem á sér varla sinn líka nema að leitað sé til vanþróaðra landa.

Háskóli Íslands úthlutar bæði stöðum og fjármagni út frá pólitískum hagsmunum þótt það drepi niður gildi háskólans sem mennta og vísindastofnunar.

Vantraust almennings á þeirri stofnun er mjög útbreidd enda er viðkvæðið "það er ekkert að marka þessa hagfræðinga."

Þarf ekkert að læra af þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég væri þér þakklát Jakobína ef þú tækir það fram að umræddur sparisjóðsstjóri er fyrrverandi sparisjóðsstjóri.  Sá núverandi stendur mér nærri og má ekki vamm sitt vita

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Sigrún að benda á þetta. Þarna er auðvitað verið að tala um mann sem er hættur hjá sparisjóðnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband