2009-05-10
Metnaðarleysi samfylkingar
Nýr ráðherra hefur veri kallaður til starfa og ég verð að spyrja hvort þessi einstaklingur hafi eitthvað vit á félagsmálum.
ESB sinnar í samfylkingu virðast ekki hafa skilning á því hvað ESB innganga þýðir. Fyrir kosningar var fullyrt að Ísland yrði að ganga í ESB til þess að losna við verðtrygginguna.
Verðtryggingin er heimatilbúin óskapnaður og enginn getur losað Íslendinga við þennan óskapnað nema íslenskir stjórnmálamenn sem hafa vit á efnahagsstjórn. Kannski eru drómórar strákanna í samfylkingunni um inngöngu í ESB sprottnir af því að þeir haldi að ESB losi þá við þetta vandasama verkefni sem efnahagsstjórnin er.
Er það til marks um ráðaleysi samfylkingarinnar um það sem lýtur að efnahagsmálum að hún einblínir á ESB fremur en að sýna hugrekki til þess að rífa stjórnmálin upp úr þeim farvegi sem þeim var komið í við bankahrunið?
Í ágripi Árna Páls á Alþingisvefnum segir að hann hafi verið í námi í Evrópurétti við Collège dEurope í Brugge í Belgíu 1991-1992. Lauk hann ekki því námi og þá hvers vegna lauk hann því ekki?
Hvers vegna er maður settur yfir félags- og tryggingarmálin sem aldrei mér vitandi hefur látið nokkuð að sér kveða um þessi málefni og hefur að mínu viti enga sérþekkingu á því sviði. Tímarnir eru þannig að mikið mæðir á þessu ráðuneyti og það mun bitna illilega á fólki sem er í erfiðum málum ef ráðuneytið er rekið af vanhæfni og vanþekkingu.
Treystum á innviði míns ráðuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 578589
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menntunarskortur mun tæplega verða Árna Páli að falli við erfið og krefjandi verkefni. Og enda þótt hann hafi ekki lokið prófi í þessum umræddu fræðum má alveg treysta því að það hefur ekki stafað af slæmum námsárangri. Árni Páll er fluggáfaður og námsmaður langt umfram meðallag líkt og öll hans systkini.
Líkt og fjölmargir Íslendingar hefur þessi metnaðarfulli ungi maður oftrú að mínu mati á græna grasið hinum megin við hafið. Nú mun reyna á Alþingi að búa íslenska sendinefnd þeim skilgreindu kröfum sem við setjum fram í þessum viðræðum. Vonandi verða þær kröfur það skýrar og sértækar að þeim verði hafnað án mikils málþófs af þeim háu herrum þar ytra.
Árni Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 18:24
Ég er alls ekki að leggja mat á gáfur Árna Páls. Sjálfsagt kann hann fullt af lögum utanbókar. Málflutningur ESB sinna fyrir kosningar bar þó ekki vott um mikla dómgreind nema þeir hafi vísvitandi verið að ljúga að fólki.
Félags og tryggingamál er málaflokkur sem þarfnast ákveðins samfélagslegs skilnings sem ég held að ekki sé kenndur í lögfræðinni.
Ef uppfræðslan um innihald þessara aðildarviðræðna verður í einhverri líkingu við málflutning samfylkingarinnar hingað til mun almenningur ekki hafa hugmynd um það hvað hann er að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 18:33
Verðbólgan er ekki heimatilbúinn vandi nema af þeirri einföldu ástæðu að það er heimatilbúin ákvörðun að taka ekki þátt í ESB og að ætla sér að nota íslenska krónu fyrir þessa litlu þjóð. Við losnum ekki við verðtryggingu nema við köstum krónunni.
Krónan er gjaldmiðill sem enginn treystir. Það er ekkert nýtt - þannig hefur það alltaf verið þó svo að traustið sé eflaust í lágmarki í dag. Ímyndum okkur erlendan fjárfesti. Hann hefur áhuga á að fjárfesta í litlum tækni/tölvufyrirtækjum. Hann býr í Þýskalandi. Hann getur leitað uppi fjárfestingarkosti um allt Evrusvæðið. Hann fjárfestir í fyrirtæki á Spáni og 15% verðmætisaukning fyrirtækisins skilar sér í vasa fjárfestisins sem 15% ávöxtun. Fjárfesti hann hinns vegar á Íslandi, þá þarf hann að taka inn í myndina að íslenska krónan er sögulega veik mynnt. Hann getur alltaf á von á 10-20% gengisfalli, enda hefur enginn áratugur liðið frá upphafi króunannar án þess að slíkt gengisfall hafi verið raunin (yfirleitt handstýrt gengisfall). Þetta þýðir að erlndi fjárfestirinn þarf ekki aðeins að ávaxta fé sitt um verðmætisaukningu fyrirtækisins, heldur þarf hann að ná fram viðbótarvermætishækkun til að vega upp á móti gengisfalli. Geri hann 15% ávöxtunarkröfu í Evrulandi, þá þarf sambærilegt íslenskt fyrirtæki að skila mun betri árangri til að það borgi sig að fjárfesta á Íslandi. Stærsti gallinn er að út af þessari gengisáhættu, þá hreinlega forðast menn að fjárfesta í landi okkar og þjóð, sem heftir gífurlega nýsköpunarmöguleika á Íslandi.
Þessi óstöðugleiki og gengisáhætta er einnig ávísun á verðbólgu. Það er bara svo einfalt að þar sem íslenska krónan er sögulega veik, þá er það sjálfkrafa ávísun á hærri verðbólgu en hjá þeim ríkjum sem sameinast um mynt og efnahagsstjórnun. Þetta þýðir að sparifjáreigendur hafa 3 möguleika. Fjárfesta erlendis (sem er mjög spennandi fyrir íslenska fjárfesta þar sem þá fá þeir erlenda vexti plús gengisveikingu krónunnar), lána á Íslandi á mjög háum vöxtum, eða lána verðtryggt. Á Íslandi er ekki sá möguleiki til staðar að lána á óverðtryggðum lágum vöxtum. Þannig myndi verðmæti raunvirði sparnaðarins rýrast, og það er nokkuð ljóst að slíkt sætta sparifjáreigendur sig að sjálfssögðu ekki við. Það er því hægt að afnema verðtryggingu, en verði það gert þá mun almenningur þurfa að sætta sig við 10-20% vexti á fasteignaláni sínu. Slíkt ræður enginn við.
Þetta er því ekkert flókið. Króna = Verðbólga = Verðtryggð lán.
Það að vilja ganga í ESB er því ískalt hagsmunamat. Það er hreinlega ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá þetta, eða að menn skulu bara yfirleitt leyfa sér að loka augunum fyrir þessu. Án ESB og Evru er alveg klárt að við munum um ókomna tíð greiða 130 milljónir af 30 milljóna láni á meðan Evruíbúar greiða 60. Ert þú til í að ganga í ESB fyrir 70 milljónir? Kannski ekki, en þjóðin á rétt á að láta rödd sína heyrast í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Einar Solheim, 10.5.2009 kl. 19:18
Einar þú þarft að átta þig betur á því hvað krónan er.
Krónan er mælikvarði á hegðun valdhafanna.
Ónýt króna endurspeglar einfaldlega efnahagsstjórn undangenginna áratuga. Hún er mælitæki sem margir vilja nú henda af því að þeim líkar ekki niðurstaða mælinganna. Ef við innleiðum erlendan gjaldmiðil verðum við að gera það á grundvelli þessara mælinga (niðurstaðna) og nýtt mælitæki mun einfaldlega sýna sömu niðurstöðu.
Munurinn felst aðallega í því að ekki verður hægt að ráðskast með hið nýja mælitæki á sama hátt og hefur verið gert með það gamla (krónuna) og því munu vandamálin taka á sig nýja birtingamynd.
Verðtrygging er verkfæri stjórnmálamanna sem hafa vanrækt efnahagsstjórn í landinu til þess að koma tapinu af lélegri efnahagsstjórn yfir á skuldara og vernda fjármálakerfið fyrir þessum ósóma
Léleg efnahagsstjórn = léleg króna
Rányrkja fjármálakerfisins = verðtrygging
Eina leiðin til umbóta er að taka upp nýjar áherslur í efnahagsstjórn landsins og leggja alla umræðum um ESB í salt í bili.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 19:49
Þetta er hárrétt sem þú segir Jakobína. ESB-þráhyggja Samfylkingarinnar er stórskaðleg fyrir íslensk stjórnmál og efnahaglíf um þessar mundir. Þessi flokkur er í litlum færum með að taka á þeim erfiðu vandamálum sem við er að fást þar eð hann bindur allar aðgerðir og lausnir við aðild að Evrópusambandinu. Þetta verður fyrr en varir myllusteinn í því stjórnarsamstarfi sem endurnýjað var í dag með nýju ráðuneyti. Árni Páll hefur reynst kaþólskari en páfinn í allri stjórnmálaumræðu undanfarið. Ég geri þó ráð fyrir að hann reyni að leggja sig fram eftir getu í ráðuneyti sínu, en þá þarf hann líka að taka af sér ESB-gleraugun.
Hjörleifur Guttormsson, 10.5.2009 kl. 20:48
Samkvæmt hagfræðikenningum er styrkur gjaldmiðils mælikvarði á hagstjórn. Í tilfelli krónunnar er það ekki málið. Gengisfellingar hafa reyndar verið notaðar til að fela hagstjórnarmistök, en þegar uppi er staðið þá er krónan sem mælitæki einfaldlega ófullnægjandi. Það er álíka áreiðanlegt og að stinga fingrinum út í loftið til að segja til um hitastig þegar kostur er á fullkomlega góðum hitamælum.
Ég virði það alveg við fólk að vilja ekki ganga í ESB, en það verður þá að vera á réttum forsendum. Það er t.d. alveg á hreinu að án ESB og Evru losnum við ekki við verðtryggingu, því af tvennu slæmu þá munu íslendingar áfram kjósa 5% verðtryggða vexti í stað 15-20% óverðtryggða lánavexti. Þú og aðrir getið samt sem áður kosið að ganga ekki í ESB, en fólk verður a.m.k. að fá að gera sér grein fyrir því hverju það er að fórna.
Einar Solheim, 10.5.2009 kl. 21:35
Einar ert þú að setja fram nýjar hagfræðikenningar um eðli gjaldmiðla.
Ástandið á krónunni endurspeglar einmitt arfavitlausa efnahagsstjórn.
Þú virðist af málflutningi þínum vera einn af þessum prestum sem predika villutrú í þeim tilgangi að plata fólk til þess að aðhyllast ESB á fölskum forsendum.
Verðtryggingin verður felld niður þegar að pólitískur vilji er til þess, þ.e.a.s. þegar að stjórnmálamenn hætta að ganga erinda fjármálakerfisins og koma á réttlátum lögum sem deila áhættu á eðlilegan máta.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 21:46
Mæltu heilust kvenna Jakobína Ingunn!!!
Verðtrygging, eins og hún lýtur út í dag, er ekkert annað en heimatilbúið íslenskt vandamál à la Framsókn (Ólafslögin til að breiða yfir handónýta -hugmyndafræði, -hagstjórn,
Snorri Magnússon, 10.5.2009 kl. 22:20
Ég ýtti, óvart, á "senda hnappinn, áður en ég hafði lokið athugasemdinni en í framhaldi af "(Ólafslögin" átti að koma ...lög nr. 13/1979, fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér þennan óskapnað og greinargerð með honum).
Þá ætlaði ég einnig að halda áfram í kjölfar "-hagstjórn," í lok athugasemdanna og skrifa ...og metnaðarleysi og eiginhagsmunapot stjórnmálamanna og -flokka í gegnum áratugi, sem því miður hefur ráðið framar hagsmunum hinnar íslensku þjóðar.
Snorri Magnússon, 10.5.2009 kl. 22:31
Það er rétt að hægt er að afnema verðtryggingu með einu pennastriki sé til þess pólitískur vilji. Enn meðan við erum með krónuna þá mun það þýðir að vextir á fasteignalánum okkar verða 15-20% (óverðtryggt þá auðvitað). Það er alveg krystaltært að krónan er veik mynnt. Hún hefur verið í stöðugri veikingu frá því að við tókum hana í notkun. Það hefur engu máli hver hefur stjórnað landinu, krónan veikist alltaf. Það skiptir ekki máli hvort hún er á markaði eða hvort henni hefur verið handstýrt. Hún veikist alltaf. Það er vel mögulegt að það sé af því að hagstjórn hefur einfaldlega alltaf verið slæm, og skal ég ekki efast það. En með litla mynnt eins og króuna þá þyrfti hagstjórn að vera 100% og þjóðin helst mjög rík til að krónan til að ná krónunni úr veikingarferli og að hún myndi njóta einhvers traust erlendis sem gjaldmiðill. 100% árangursrík hagstjórn er ekki raunhæft og þjóðin er svo sannarlega ekki rík.
Þar sem krónan veikist stöðugt, þá hefur það þá þýðingu að á Íslandi er kominn kerfislæg verðbólga. Kerfislæg verðbólga kallar á annað hvort háa vexti (því nafnvextir þurfa alltaf að vera einhver prósent yfir verðbólgu, nú eða verðtryggingu. Báðir þessir kostir eru mjög slæmir. Við verðum því að losna við krónuna, og er það líklega 75% af ástæðuni fyrir því að ég vill ganga í ESB. Ef það væri raunhæft hægt að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, þá myndi ég kjósa að það yrði gert. Mér vitrari menn hafa þó sagt að það sé ekki raunhæf lausn.
Ég er því síður en svo að setja fram einhverjar nýjar hagfræðikenningar. Þetta er bara nákvæmlega það sama og allflestirhagfræðingar eru að segja. Þú og fleiri viljið bara ekki hlusta eða skilja. Reyndar sagði Steingrímur Hermannson eitt sinn að hagfræðilögmál væru ekki í gildi á Íslandi og mögulega hafði hann eitthvað til síns máls.
Enn eins og ég sagði - þú og aðrir megið vel halda uppi vörnum gegn því að ganga í ESB, en rétt skal vera rétt og það er einfaldlega staðreynd að á meðan við erum með íslensku krónuna þá erum við með verðbólgu og þar af leiðandi verðtryggingu.
Einar Solheim, 11.5.2009 kl. 05:49
"ESB sinnar í samfylkingu virðast ekki hafa skilning á því hvað ESB innganga þýðir. Fyrir kosningar var fullyrt að Ísland yrði að ganga í ESB til þess að losna við verðtrygginguna."
Jakobína þetta eru staðlausir stafir hjá þér. Samfylkingin hefur alltaf sagt að þú getir losnað við verðtrygginguna, öruggasta leiðin til þess að tryggja stöðugleika, sem verður að vera til staðar til þess að við viljum losna við verðtrygginguna, er hins vegar aðild að Evrópusambandinu.
"Í ágripi Árna Páls á Alþingisvefnum segir að hann hafi verið í námi í Evrópurétti við Collège d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992. Lauk hann ekki því námi og þá hvers vegna lauk hann því ekki?"
Skiptir það okkur einhverju máli Jakobína hvort hann lauk þessu námi eða hvers vegna hann lauk því ekki? Okkur kemur það hreinlega ekki nokkurn skapaðan hlut við.
Af hverju ert þú annars ekki í skítugum sokkum í dag?
Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 10:44
Annars er rétt að bæta því við að Árni Páll hefur töluverða reynslu af félagsmálum, m.a. sem lögmaður Íbúðalánasjóðs til margra ára.
Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 11:29
Elfur flott hjá þér að líta svo á að kjósendum komi ekkert við um reynslu og þekkingu ráðherranna. Kannski endurspeglar þetta sjónarmið einmitt lítilsvirðingu samfylkingarforystunnar á þjóðinni.
Einar þú þarf að pæla betur í því hvað gjaldmiðill er.
Gjaldmiðill hefur ekki sjálfstætt gildi heldur er hann mælikvarði á athafnir og hegðun. Þessi samhengi sem þú tiltekur eru ekki raunhæf. Eru ekki til staðar.
Þegar stjórnmálamaður segir að hagfræðilögmál gildi ekki á Íslandi er það frekar mælikvarði á visku stjórnmálamannsins en sannindi um hagfræðilögmál.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.5.2009 kl. 19:22
Steingrímur sagði þetta reyndar sem bankastjóri en ekki sem pólitíkus. Annars ætla ég að leyfa mér að ég viti síst minna um gjaldmiðla en þú. Því miður er það bara þannig að þú lifir í einhverjum gjaldmiðlalegum draumaheimi. Þú munt e.t.v. aldrei skilja þetta, en ég lifi í trúnni að meirihluti íslendinga muni gera það þegar loksins komi að því að kosið verði um ESB.
Einar Solheim, 11.5.2009 kl. 22:28
Jakobína, ég sagði ekkert um að kjósendum kæmi ekkert viði um reynslu og þekkingu ráðherranna. Enn snýrðu út úr orðum mínum.
Ég spurði, og stend við þá spurningu: Hvað kemur okkur við hvort hann kláraði námið og því síður hvers vegna eins og þú spyrð að ofan - þ.e. ef hann kláraði ekki námið - því þú veist það ekki heldur það er eitthvað sem þú nánast gefur þér.
Og alhæfingin sem þú leggur út af orðum mínum er að sjálfsögðu fáránleg.
Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 22:31
Annað hvort kemur kjósendum þetta við eða þeim kemur það ekki við. Ég er kjósandi og þarf ekkert að útskýra það nánar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.