Er skynsamara að slátra kálfunum?...

...en þessari gömlu uppþornuðu kú.

Kvótabraskarar eru ekki það sama og íslenskur sjávarútvegur. Til þess að bjarga sjávarútvegnum þarf að uppræta kvótabraskið.

Hann segir:

því þar stendur að íslenskur sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er.

 


mbl.is Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hvaða mjólkurkú er maðurinn að tala um?

Sjávarútvegurinn skuldar í dag 500 til 900 milljarða, eftir hver reiknar. Aflavermæti upp úr sjó í fyrra voru tæpir 100 milljarðar. Sjávarútvegurinn í dag getur ekki einu sinni staðið í skilum með vaxtagreiðslur af þeim lánum sem þeir hafa tekið. Þessi snillingar sem staðið hafa í forystu í þessari grein eru búnir að festa þjóðina í slíku skuldafeni að ekki er fyrirsjáanlegt að við komumst út úr því næstu hálfa öldina.

Að óbreyttu mun allur afrakstur af sjávarauðlindinni alla þessa öld renna til erlendra lánadrottna, aðallega Deutsche Bank sem á langstærstan hluta þessara skulda.

Ótrúlegt að menn skuli enn vera að verja þetta gjaldþrota kerfi.

Algjör uppstokkun er nauðsynleg. Það verður að afskrifa skuldir, þær liggja að mestu hjá Deutsche Bank og gera veiðiheimildir upptækar og leigja þær út til arðbærra vistvænna veiða. Þá getum við aftur farið að kalla sjávarútveginn mjólkurkú.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kvótabraskararnir hafa verið afætur á efnahagskerfinu og vilja fá að halda því áfram.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.5.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Sigurður þú hefur greinilega ekki hlusta mikið á minn málflutning. Kvótabraskið hefur lagt byggðir á landinu víða í rúst. Ég hef talað fyrir því að Ísland sé ein heild og að það þurfi að efla frumatvinnugreinar og framleiðslugreinar en hins vegar að uppræta þurfi einokun milliliða, fákeppni, kvótabrask, höft og ófrelsi til atvinnusköpunar og að stöðva hreppaflutninga frá sveitum landsins til höfuðborgarinnar.

Það breytir því ekki að kvótabraskarar hafa blóðmjólkað sjávarútveginn og ég skammast mín ekkert fyrir að tala niður til þeirra enda hafa þessir vitleysingar verið að leika sér að því að rústa heilu byggðarlögunum.

1. segi hvergi að allir útgerðamenn séu braskarar þvert á móti má lesa það sem ég segi að útgerðarmenn séu ekki það sama og braskarar.

2. Álverin skapa ekki undir stöðu neins. þeir skapa fáein störf en hirða alla arðsemi af orkuiðnaðinum úr landi þannig að hann skilar litlu í þjóðarbúið.

Ég skil ekki hvernig þú getur mælt upp í núverandi kvótaframsalsfyrirkomulagi. Það á bara að banna þetta framsal og snúa ofan af því. Eins og staðan er nú hirða fámennur kvótabraskara allan arðinn af fiskveiðum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.5.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband