Vildu útrásarvíkingarnir setja sjóði tryggingarfélaganna í svartholið?

Á Eyjunni:

Einhverjir hafa kannski velt því fyrir sér af hverju stærstu leikendurnir í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár vildu allir eiga tryggingafélag. Af hverju vildu Bakkavararbræður, með Existu í takinu, eiga VÍS, auk erlendra tryggingafélaga? Af hverju sótti Jón Ásgeir Jóhannesson og Baugsveldið í Tryggingamiðstöðina - og já, Karl Wernersson og Milestone í Sjóvá? Af því það eru miklir peningar í tryggingafélögum.

Það er reyndar bannað að fjárfesta bótasjóðina svona upp á eigin býti - en það er hægt að gera ýmislegt annað, samanber Flórídaævintýrið. En þetta ævintýri er líka kafli í sagnabálkinum um hvernig nokkrir umsvifamenn hafa spilað með Ísland - hvernig þeir gátu af makalausri bíræfni og fullkomnu fyrirhyggjuleysi seilst inn í flestar fjármálastofnanir og mörg fyrirtæki landsins til að fjármagna verkefni sem oftar en ekki hafa skilað tapi og afskriftum og komið öllu á hvolf á Íslandi.

Sigrún Davíðsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband