Menningarkimi Samfylkingarinnar

Ég varð fyrir því óláni við stofnun samfylkingarinnar að ég var innlimuð í hana vegna þess að ég hafði verið félagi í Kvennalistanum.

Í kvennalistanum var þröng valdaklíka sem byggði múr um völd sín með samræðustjórnmálum. Í þessu felst að stað lýðræðis tala konur sig að niðurstöðum. Þöggun og andlegt ofbeldi var ríkjandi og konur sem settu sig upp á móti establishmentinu voru gjarnan sakaðar um að vera með vondan málflutning. "svona málflutningur tíðkast ekki hér" eða eitthvað í þeim dúr. Ekki mátti tala um mistök því þá var verið að rífa niður (mistök eru ekki til þess að draga lærdóm af heldur til þess að gleyma þannig að hægt sé að endurtaka þau).

Kvennalistinn var að lokum seldur fyrir völd örfárra kvenna sem sumar hverjar hafa síðan orðið uppvísar af því að þiggja höfðinglegar gjafir frá þeim sem rænt hafa þjóðina. Ágætar konur sem gerðu þjóðinni gott með framlagi sínu á þingi fyrir kvennalistann yfirgáfu stjórnmálin með rýtinga í bakinu eftir stöllur þeirra sem fóru yfir til samfylkingarinnar.

Því miður hafa þessar konur (samfylkingarkonur) sem falar eru auðvaldinu náð að hafa mikil áhrif og stuðlað að hruni þjóðarbúsins.

Það er einnig sorglegt að horfa upp á hvernig þær hafa náð að menga menningu samfylkingarinnar með þöggun og andlegu ofbeldi. Uppnefningar hafa verið þessum konum tamar og ein af aðferðum þeirra til þess að þagga niður í þeim sem fara með "vondan málflutning" eða vekja athygli á mistökum þeirra sem helst mega ekki komast í umræðuna.

Tveimur mínútum eftir bankahrun steig samfylkingarkona fram og talaði um lýðskrumara. Viðvörun til þeirra sem hugsanlega færu að tala um "mistök."

Ég hef aðallega fengið tvær uppnefningar frá samfylkingunni en þær eru "bitur" og "fórnarlamb." Þetta veldur mér engum áhyggjum en ég bendi á þetta í þeim tilgangi að vekja athygli á þessari aðferðafræði sem er einföld þöggunaraðferð.

Þessar stimplanir eru hannaðar til þess að draga úr trúverðugleika mínum en afhjúpa í raun útþynnta verkfærakistu þessara kvenna í pólitískri umræðu.

Ég vek einnig athygli á þessum orðum ágæts manns....þar væntanlega þættir aðrir sem koma til líka. mannlegir þættir eins og hræðsla við viðbrögð, hagsmunatengls, o.s.frv. sem eru að einhverju leiti afleiðing af andrúmslofti þar sem ráðist er með miklum þunga gengn allri gagnrýni og menn jafnvel sviptir ærunni fyrir að segja sína skoðun.

Ég vil kvetja fólk til að taka sannleikan og heilindi sín fram yfir æruna sem getur orðið skammlíf í baráttunni fyrir réttlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar vel heimaæfður meirihluta þingkvenna á haustþingi Kvennalistans á Úlfljótsvatni 1997 stóð upp sem ein manneskja gleymist engum sem þar var.

Helga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég hef frá sömu reynslu að segja varðandi Kvennalistann. Fór á nokkrar landsfundi í upphafi 9.áratugar og það var ævintýralegt hvað klíkurnar og fasísk stjórnun var augljós. Ég var búin að heyra um þetta frá öðrum konum en ég trúði því ekki fyrr en ég sá það sjálf.

Margrét Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jakobína,

ég er ekki Samfylkingin. Ég kem ekki fram í nafni Samfylkingarinnar og orð mín endurspegla ekki (endilega) stefnu Samfylkingarinnar. Ég er ég sjálf. Ég er Elfur Logadóttir og get fyllilega staðið ein og sjálf undir eigin orðfæri. Ég hef eigin sannfæringu sem ég mótaði sjálfstætt og fullkomlega óháð þeirri stjórnmálaskoðun sem ég aðhyllist. Ég valdi stjórnmálaflokk til að styðja byggt á því hvað féll að mínum skoðunum, en aðlagaði ekki mínar skoðanir að flokknum.

Þess vegna er það óheiðarlegt að halda því fram að það hafi verið Samfylkingin sem notaði orðin "bitur" og "fórnarlamb." Það var ég ein og sjálf og ég þarf ekki skjól stjórnmálaflokks fyrir málflutning minn. Hvað aðrir einstaklingar í Samfylkingunni gerðu þér á öðrum tíma kemur rökræðum okkar ekki við og uppstilling þín á aðstæðum þínum í þetta samhengi ýtir í raun undir orðanotkun eins og "fórnarlamb," því það er það sem þú ert að setja fram, að einhver stjórnmálaöfl standi á bak við níðingu í þinn garð.

Þú kvartar undan orðræðu sem þú hvetur sjálf til með ögrunum þínum og klagar síðan viðbrögðin.

Elfur Logadóttir, 13.5.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Offari

Ég hefði í þínum sporum þagað yfir þessu. Það tekur þig mörg ár að vinna þann stimpil afþér að hafa eitt sinn tilheyrt samfylkinguni. Ég hef sem betur fer aldrei gengið í neinn stjórnmálaflokk enda tel ég mig eiga fullan rétt á að velja þann kost sem ég tel bestan hverju sinni.

Offari, 13.5.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir innlitið offari.

Elfur það er þín skilgreining að ég sé fórnarlamb. Sem betur fer lít ég ekki á mína persónu sem eign samfylkingarinnar né heldur háða ofurvaldi hennar og ergo því ekki heldur fórnarlamb hennar.

Ég er fullfær um að verja mig og fell því illa í fórnarlamshlutverkið nema þá að samfykingin komi og skjóti mig. Þá verð ég náttúrulega fórnarlamb.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2009 kl. 17:37

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kæru konur, hvað er í gangi? Ég verð bara orðlaus að lesa þetta um kvennalistann en hvað um það. Er ekki málið að ræða saman á blogginu á málefnalegan hátt í stað þess að lauma inn orðum eins og "bitur" og "fórnarlamb"? Þurfum við ekki að fara ná samstöðu í stað þess að sundra okkur sjálf innan frá?

Arinbjörn Kúld, 13.5.2009 kl. 17:38

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Metasamræður skila sjaldnast neinu. Halltu þínu striki og reyndu að taka ekki skítkastið persónulega.

Héðinn Björnsson, 13.5.2009 kl. 17:45

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Satt segir þú Héðinn og takk fyrir innlitið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband