...og brostin kosningaloforð

Ekki byrjar það vel. Orðið trúnaðarmál enn tamt valdhöfunum og borgarahreyfingin lætur það vera eitt af sínum fyrstu verkum að styðja leyndarhyggjuna.

Eftirfarandi orð á gögunni:

Orðið á götunni er að litlar breytingar hafi orðið á leyndarhjúpnum sem stjórnvöld sveipa hin stærri mál lands og þjóðar þrátt fyrir stjórnarskiptin í febrúar og kosningasigur flokka sem sögðust ætla að leggja allt á borðið.

Skýrslur og gögn um bankahrunið, sem talað var um að birta, eru enn læst í skúffum. Mikilvægar skýrslur eru geymdar í læstum herbergjum sem eingöngu innvígðir fá aðgang að.

Þögn lykur einnig um störf rannsóknarnefndar um bankahrunið og sérstaks saksóknara. Ekkert hefur verið upplýst um það hverjir hafa verið yfirheyrðir, hverjir hafa stöðu grunaðra og hvar húsleitir hafa verið framkvæmdar.

Orðið á götunni er að þetta sé ekki nógu gott. Stjórnvöld eigi að upplýsa þjóðina um gang mála eins og lofað var í kosningabaráttunni.


mbl.is Alþingi sett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband