Er eitthvað að fara fram hjá mér hérna eða er fólkið sem stjórnar þessu þjóðarbúi nautheimskt?

Gjaldeyrisvaraforðinn er 413 milljarðar í krónum talið og fjórðungur þessarar fjárhæðar er skuld við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þýðir þetta ekki að nettóeignarstaða gjaldeyrisvaraforða er um 300 milljarðar?

Af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarf að greiða rúmlega 4% í vexti sem eru okurvextir í alþjóðlegu samhengi. Af þeirri fjárhæð sem afhent hefur verið eru það um 11 milljónir á dag en sennilega um 5 milljónir á dag nettó.

Hver er tilgangurinn? Jú Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslenskir valdhafar eru þeirrar trúar að erlendir fjárfestar fatti ekki að nettóstaða gjaldeyrisvaraforðans er einungis 300 milljarðar og fer versnandi vegna vaxtabyrðar af erlendum lánum.

Vegna þess að erlendu fjárfestarnir fatta ekki hver raunverulegur gjaldeyrisvaraforði seðlabankans er þá fara þeir að treysta íslensku þjóðarbúi. Gott að þeir eru svona vitlausir þessir erlendu fjárfestar.

Er eitthvað að fara fram hjá mér hérna eða er fólkið sem stjórnar þessu þjóðarbúi nautheimskt?


mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

"er fólkið sem stjórnar þessu þjóðarbúi nautheimskt?" Já og svo hefur verið í tvo áratugi og heldur áfram.

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 17:13

2 identicon

Eru einhverjir "erlendir" fjárfestar? Er ekki búið að færa ágætisrök fyrir tilgátunni um að íslenskir fjárglæframenn fluttu peninga út úr íslensku þjóðarbúi, komu þeim fyrir á bankareikningum í evrópskum skattskjólum, þaðan á hinar og þessar eyjar sem eru utan skattareglna og loks til baka til Íslands undir dulnefninu "erlendir fjárfestar"?

Hverjir eru eigendur jökla- og krónubréfa?

Helga (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú Helga það má spyrja hvort verið sé að undirbúa jarðveginn til þess að strákarnir geti komið með peninginn "sinn" til baka og gert hagstæðar fjárfestingar. Þ.e.a.s. hagstæðar fyrir þá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 18:10

4 identicon

Það hefur heyrst að stjórnvöld (ríkisstjórnin og þeir sem tala í nafni Seðlabankans) hafi lagt til að eigendur jöklabréfa (íslenskir fjárglæframenn?) verði fengnir til að fjármagna álver í Helguvík.

Íslensku fjárglæframennirnir hvort sem þeir svara sínum réttu nöfnum eða skýla sér á bak við dulnefnið "erlendir fjárfestar" virðast eiga vildarvini meðal ráðamanna.

Eru það t.d. íslenskir fjárglæframenn sem á að leita til til að fjármagna tónlistarhúsið? Spyr og ætlast til að stjórnvöld svari hreinskilninslega.

Ef það kæmi tilboð frá jöklabréfaeiganda (fjárglæframanni) í Hitaveitu Suðurnesja sem til stendur að selja eru fulltrúar almennings þá tilbúnir að taka þvi? Þar með hefði draumur sumra fjárglæframannanna um að komast yfir jarðvamann orðið að veruleika.

Hverjir eru eigendur jökla- og krónubréfin?

Helga (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:40

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Nautheimskt nautabú?

Sævar Finnbogason, 14.5.2009 kl. 19:50

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér er búið að rækta upp genetíska heimsku í stjórnkerfinu. Það mun taka áratugi að rækta hana út nema..................

Arinbjörn Kúld, 16.5.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband