2009-05-15
Umræða í Silfri Egils
Gunnar Tómasson segir: Fjármálaeftirlitið virðist hafa gengið erinda kröfuhafa við skilgreiningu á viðeigandi aðferðafræði (sem hefur áhrif á stöðu kröfuhafa og skuldara)
Setti þetta komment inn á Silfri Egils
Erla Ósk varaþingmaður kvartar undan því að Borgarahreyfingin geri samning við ríkisstjórnarflokkana um kjör í nefndum. Þannig nær hreyfingin fleiri mönnum í nefndir en ella
Það er ekkert að því að auka völd sín með setu í fleiri nefndum. Spurningin er hins vegar hvað var selt?
Hvar er andófið?
Gangnsæi borgarahreyfingarinnar hefur birst í því að þau ræða klósettferðir, þras framsóknar og klæðaburð á þinginu. Hvernig þjónar þetta almenningi og lýðræðinu?
Borgarahreyfingin hoppaði beint í vasa samfylkingar og hefur fengið fleiri pósta úr á það.
Ríkisstjórn Íslands er í þeim hjólförum sem mörkuð voru í haust eftir bankahrunið af samfylkingu og sjálfstæðisflokki.
Fjármálakerfið er endurfjármagnað af skuldurum, þ.e.a.s. ungu fjölskyldufólki.
ASG ræður hér ríkjum vegna þess að sjóðurinn lánar gjaldeyri sem þarf ekki að nota. Rökin það þarf að efla traust erlendra fjárfesti.
Í dag er gjaldeyrisvaraforðinn 413 milljarðar og þar af um fjórðungur vegna láns frá ASG. Nettóstaða 300 milljarðar en það fatta þá erlendir fjárfestar væntanlega ekki og halda að ríkið eigi 413 milljarða og treysta því þess vegna fjórðungi betur en ella. (endemis þvæla ný-frjálshyggjuhagfræðinnar sem ég er farin að kalla pönnukökuhagfræði, sbr. aðferðafr. ISG til þess að vekja traust á Íslandi)
Og hvernig er svo lýðræðið? Stærsta ákvörðun íslandssögunnar sem er ákvörðun um að sækja um aðild að ESB hefur verið tekin í bakherbergjum. Hvers vegna? Jú vegna þess að almenningur hefur ekki VIT til þess að taka afstöðu til málsins nema eftir leiðbeiningum samfylkingarinnar en yfir helmingur ráðherra hennar tók þátt í því að setja samfélagið á hausinn.
Og hvað gerir Borgarahreyfingin? Jú hún mærir efnahagsstjórn sem er að færa almenning í skuldaánauð, tekur af þeim sjálfsögð lýðréttindi og samþykkir veru handrukkara auðvaldsins á Íslandi.
Er þetta framlag borgarahreyfingarinnar til umbóta á Íslandi. Sjá hér og hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2009 kl. 01:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 578585
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin er að nota XO til að bjarga andlitinu og stjórnasamstarfinu vegna ESB, því þrátt fyrir allt virðist að minnsta kosti hluti af þingflokki VG ætla að standa á sannfæringu sinni í málinu. Ætli hækjunni verði svo ekki hent þegar málið er í höfn?
Stóra spurningin er hins vegar, hve stór hluti þingflokks VG kemur til með að velja heilindi og heiðarleika umfram völd og bitlinga. Ég hef trú á nokkrum og vona bara að þeir verði nógu margir.
þegar innan VG er manneskja sem hefur komið með rökstuddar tillögur um leið út úr vandanum sem þjónar ekki fjármagnseigendum heldur almenningi þá spyr maður sig hvað veldur því að flokkurinn pressar ekki á að eithvað af þessum hugmyndum séu teknar til efnilegrar umræðu og hugsanlega notaðar í stað þess að samþykkja frjálshyggju efnahagsstefnu andskotans í boði ISG.
það á nefnilega eftir að koma í ljós, að það er ekki hægt að reka velferðarsamfélag með efnahagstefnu AGS í farteskinu. SJS ætti að skoða örlog þeirra vinstri stjórna sem hafa reynt það.
Benedikt G. Ofeigsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:40
Ég hef áður komið inn á þetta með innleggi til eins félaga í Borgarahreyfingunni og það fyrir kosningar.
Þetta er einmitt hættan - að þegar nýjir þingmenn koma inn á alþingi standi jafnfætis gömlu jálkunum þá verði þeir samdauna. Því miður; því er þessi umræða góð hjá þér. Hins vegar tel ég ekki ástandið marktækt enn og vil sjá lengri tíma líða áður en það reynir á þetta.
Reyndar hefði ég viljað sjá þig í Borgarahreyfingunni og á þingi. Það eru alltof fáir sem þora hér.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:48
Mér þykir þú nokkuð hörð gagnvart Borgarahreyfingunni sem mér finnst hafa staðið sig bara annsi vel eftir aðstæðum. En þau munu ekki standa sig betur en stuðningur fólksins í bakhópunum þeirra gefur þeim færi á. Ef þau standa ein eru þau gagnslítil.
Héðinn Björnsson, 15.5.2009 kl. 16:30
Héðinn ég gef þér fullan rétt á því að vilja gefa fólki sjens.
Ef fyrstu spor þeirra eru hins vegar stefnumarkandi hef ég enga trú á því að vera þeirra skipti neinu á þingi. Ég er að vona að bakhópurinn taki sig til og krefjist þess að þau akti ekki sem mini samfylking í þinginu.
Ég undanskil þau ekki í þeirri umfjöllun sem ég reyni að marka sem hreinskiptna.
Ef þau ætla að vera trú stefnu borgarahreyfingar munu þau gera eftirfarandi:
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um ESB (Lýðræði)
Krefjast þess að ASG verði rekið heim til sín
Krefjast þess að skuldir séu leiðréttar á fjölskyldufólki
Krefjast þess að eitthvað raunhæft sé gert til þess að handsama landráðamenn
Talaðu við mig um að gefa þeim sjens þegar þau eru búin að uppfylla þetta. Ef þau gera það ekki eru þau á eigin vegum en ekki borgarahreyfingarinnar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.5.2009 kl. 17:54
Sæl Jakobína.
Samstarf okkar við stjórnarflokkana um nefndirnar markast eingöngu af því að þannig var hægt fyrir okkur að komast í þær nefndir sem skipta mestu máli hvað varðar stefnumál Borgarahreyfingarinnar. Ellegar hefðum við verið upp á náð og miskunn B og D og aldrei að vita hvernig farið hefði. Það sem var selt í staðin var það að B og D komu að færri í nefndirnar sem þeim finnst eflaust slæmt en okkur gott. En þér?
Okkar fyrsta aðkoma að "þingmáli" þ.e. tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við ESB markast af því sem tekið fram í stefnuskránni, þ.e. að öll meiriháttar mál skuli afgreidd í þjóðaratkvæðagreiðslum og að upplýsingar um mál og gagnsæi eigi ávallt að hafa í fyrirrúmi. Borgarahreyfingin hefur sem slík enga afstöðu til eða frá varðandi inngöngu í ESB, því verður þjóðin að ráða.
Næst síðasta greinin hjá þér er algerlega ósönn og ómakleg og þér væri sómi í að eyða henni út. Ég skora á þig að lesa stefnuskrána og fygjst með því sem við gerum á þinginu frekar en að vera með ótímabærar ályktanir um hvað við munum líklega gera.
Með bestu kveðju,
Þór Saari
Þór Saari, 15.5.2009 kl. 23:34
Þór þú verður því miður að velja:
Annað hvort er efnahagstjórnin góð eða slæm.Ég
Ef þú telur að aðgerðirnar sem boðaðar eru séu ávísun á góða efnahagsstjórn þá ert þú í raun að samþykkja það sem er verið að gera fjölskyldunum í landinu.
Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin hafi boðað vonda efnahagsstjórn. Einfaldlega vegna þess að hún er vond fyrir almenning og meiri hluta kjósenda þessrar ríkisstjórnar. Það að hún sé góð fyrir kröfuhafa nægir mér ekki.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.5.2009 kl. 00:32
Blessuð Jakobína og takk fyrir nauðsynlega umræðu.
Ef menn og flokkar vilja bæði vera með og á móti þá er til sérstakur flokkur fyrir þá pólitík.
Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki sem vill helför Nýfrjálshyggjunnar burt. Eins og Benedikt segir réttilega þá hefur stefna IFM allstaðar leitt til þjáninga almennings og fórna, langt um fram það sem viðkomandi kreppur leiða til.
Tökum t.d Lettland sem dæmi. Aðeins siðblindir eða geðveilir menn krefjast 40 niðurskurð ríkisútgjalda. Á hverjum bitnar það fyrst og fremst? Heilbrigðiskerfinu? Vilja menn fá berklafaraldur, ættaðan frá Lettlandi svo lítið dæmi sé nefnt sem fyrrum þjóðir Sovét blokkarinnar eru að glíma við. Það er ekki þannig að örlög einnar þjóðar snerti ekki aðrar og að rústa svona einni þjóð í stað þess að hjálpa henni eins og sjóðurinn var upphaflega hugsaður til, það er ekki illmennska heldur heimska, fullkominn heimska sem aðeins siðblindingjar eða heimskingjar styðja.
Hvað verður um börn á munaðarleysingjaheimilum sem fá ekki nauðsynlegt atlæti. Eða börnin í fátækrahverfum Riga. Ef siðað samfélag bregst þeim, hvað þá? Eru þá glæpaklíkurnar eina skjólið? Og á hverja herja þær? Selja t.d börnunum okkar amfetamín.
Lettar vilja endursemja enda gengur stefna IFM ekki upp. Fyrst þarf að endurreisa Stormsveitirnar og senda skriðdreka út á göturnar. Eins er það með stefnu sjóðsins á Íslandi. "Trúverðugleiki erlendra fjárfesta" skiptir deyjandi atvinnulíf engu máli. Vextirnir gera það og tekjuflæðið. Almenningur í skuldafjötrum heldur ekki upp nauðsynlegu tekjuflæði.
Vandinn er sá að Samfylkingin er eini flokkur landsins sem heilshugar samþykkir stefnu sjóðsins. Þess vegna er það ótrúlegt að nokkur annar flokkur vilji starfa með henni. Og hvað þjóð hlustar dag eftir dag á yfirlýsingar forsvarsmanna atvinnulífsins um að atvinnulífinu sé að blæða út, án þess að gera neitt í málinu??? Annað en að framfylgja stefnu sem veldur þessum blæðingum.
Þess vegna er ábyrgð VinstriGrænna svo mikil. Og ótrúlegt að Borgarahreyfingin skuli ekki vera í herskárri andstöðu gegn Helförinni.
Til þess var hún kosinn á þing.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.5.2009 kl. 15:04
Takk fyrir innlitið Ómar. Ég tek undir það að samfylkingin hefur af heilum hug tekið að sér að vera handbendi AGS hér á landi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.5.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.