Jöklabréfin: Illugi sendir Jóhönnu og Steingrími bréf með fyrirspurn

 Illugi Jökulsson hefur sent frá sér þetta bréf:

Ágætu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon.

Ég skrifa ykkur sem forystufólki nýrrar ríkisstjórnar.

Sjálfur er ég áhugamaður um samfélagsmál á Íslandi og langar að biðja ykkur að svara einni fyrirspurn frá mér.

Hverjir eru eigendur þeirra “jöklabréfa” sem skipta nú svo miklu máli fyrir framtíðina í íslensku efnahagslífi og hversu háar upphæðir á hver þeirra um sig?

Ég kem ekki auga á neina ástæðu fyrir því af hverju ætti að halda því leyndu hverjir eiga þessi bréf. Hef ég þá sérstaklega í huga heitstrengingar ykkar og annarra um að nú séu runnir upp tímar aukins gegnsæis á Íslandi.

Mér finnst raunar – og veit að það finnst fleirum – að við höfum skilyrðislausan rétt til að fá að vita þetta. Ekki sé ég að í því sambandi skipti neinu máli, þó ekki sé búið að útkljá hvað um þessi bréf verður.

Þetta bréf mun ég birta á bloggsíðu sem ég held úti. Ég mun líka birta þar svör ykkar strax og þau berast.

Með vinsemd og virðingu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nú þarf ríkisstjórnin að funda um það hvort svara beri Jökulssyni um jöklabréfin og ef hún ákveður að svara þá þarf aftur að funda um það hvernig svarið skuli orðað.

Offari, 18.5.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott framtak hjá Illuga!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:10

3 identicon

Gott hjá Illuga, nú er bara að bíða og sjá hvort "kerfið" er orðið eins opið og Jóhanna og Steingrímur hafa rætt um að gera það.  Kannski leynast þarna "íslenskir braskarar" og borið verði við bankaleynd. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband