2009-05-18
Rottugangur í valdakerfinu
Ríkjandi valdakerfi hefur komið þjóðfélaginu á vonarvöl. Málsvarar þessa valdkerfis bera grímur og eru eins og rottur í öllum flokkunum já líka borgarahreyfingu. Hvarvetna birtast málsvarar þess með yfirlýsingar. Orðalag þeirra er villandi.
Hér er dæmi um slíkt í ræðu forsetans sem einkenndist af miklum hræðsluáróðri:
Stjórnskipanin og lýðræðið stóðust þolraunina í vetur og liðuðust ekki í sundur vegna átaka og erfiðleika, sagði hann.
Ágæti forseti það var ekki lýðræðið sem valdhafarnir voru að verja heldur tangarhald sitt á almenningi sem þeir ætla ekki að sleppa.
Og hér er mynd af forsetanum með vinum sínum sem hann metur mikils.
Hér er annað dæmi um áróður manns sem villir á sér heimildir:
Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, vill að á Alþingi verði opinn gluggi sem standi að Austurvelli til minningar um Búsáhaldabyltinguna í janúar. Nú er sá tími liðinnsegir Þór um búsáhaldabyltinguna sem hann eignar fólki sem tók lítinn þátt í henni en misnotaði borgarahreyfinguna til þess að koma ESB-sinnum á þing í gegn um hana.
Hvað þýðir þetta. Jú Þór vill eins og forsetinn að lýðurinn sé þægur og geri ekki kröfur um lýðræðið sem Þór hefur lítilsvirt með því að taka þátt í leynimakki ríkisstjórnarinnar um umsókn að ESB í stað þess að virða gagnsæi, heilnæma umræðu og lýðræði...með Þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mikilvæga mál.
Þórólfur Matthísson segir að við verðum að ganga í ESB og taka upp evru. Það virðist hins vegar fara framhjá honum að það tekur 30 ár að uppfylla skilyrði til þess að taka upp evru.
Steingrímur Jheldur upp gamla áróðursbragðinu, sektarkenndinni, þegar hann segir "það erum við, núlifandi kynslóð, sem komum okkur í þessi vandræði."
Steingrímur J. það vorum ekki við sem gerðum það. Það voruð þið rotturnar í stjórnmálum, sem ganga erinda auðvaldsins, sem komu þjóðarbúinu í þetta ástand.
Tengsl við fjárglæframennina? Hvers vegna er verið að drepa niður fréttir af þessum tengslum?
Og hvað er verið að verja:
Myndin er fengin að láni á bloggi Láru Hönnu en á henni má sjá myndir af ýmsum þeim sem reynst hafa samfylkingunni vel og gefið þingmönnum hennar fúlgur fjár en þessir aðilar lifa nú í vellystingum eftir að vera búnir að ræna þjóðarbúið.
Athæfið er kallað "criminal" á öðrum tungumálum en íslensku.
Og niðurstaða Eurovision sýnir að orðspor íslendinga er ekki til trafala í Evrópu. Það eru bara íslensk stjórnvöld og fjárglæframenn sem hafa á sér óorð vegna spillingar og græðgi sem ríkir í þeim menningarkima.
Hverjir eru jöklabréfaeigendur?
Hverjir kaupa orkuveitu?
Hvað skulda þeir Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni sem nú ef fjármagnaður á baki fjölskyldna?
Bendi á þessa grein og spyr hvað hefur breyst?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir Jakobína.
Enn einn magnaður pistill sem stingur á kýlum og æxlum.
Og sannleikurinn er ekki þaggaður niður með svívirðingum Snata. En það er slæmt þegar baráttufólk eins og Sturla vörubílstjóri flýr land. Þúsundir eru að missa aleigu sína og önnur þúsundir alla sína framfærslu. En Sturla var einn á Austurvelli með sína flautu.
Ég hygg að margur muni uppgötva að það er mikill missir af mönnum eins og Sturlu. Alþýðumaðurinn sem hafði kjark til að stinga við fæti og segja hingað og ekki lengra. Margur hagfræðingurinn taldi sig stækka við að gera grín að Sturlu. Þó hafði brjóstvit hans meira til sín máls en ráð þeirra. Annars væri atvinnulífinu ekki að blæða út.
En þeir kunna ekki að keyra vörubíl. Hvað kunna þeir þá???? Hvað gefur ábyrgðarmönnum Hrunsins rétt til að þagga niður í almenningi þegar honum ofbýður afleiðingar gjörða þeirra???
Hvað þarf þjóðarskútan að stranda oft til að hætt sé að hlusta á spillingaröflin og menn með brjóstvit og heilbrigða skynsemi séu beðnir að vera kjurt?
Svona hugleiðingar leita á mig Jakobína þegar ég sé hvað fáir hvetja þig áfram til góðra verka. Ef það var rétt að mótmæla illri stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í aðdraganda Búsáhaldabyltingarinnar, þá hlýtur það að vera rétt núna. Það eina sem hefur breyst er að nú hafa aðvörunarorðin ræst. Stefna sjóðsins er komin langleiðina með að rústa hag almennings og fyrirtækja landsins. Það er ekki langt í að skaðinn verði varanlegur sagði einhver talsmaðurinn í vikunni.
Og spillingin!!! Hún dafnar sem aldrei fyrr. Það er ekki betri verknaður að afskrifa skuldir auðmanna og afhenda þeim fyrirtækin sín á silfurfati, þó nú sé það gert á kjarnyrti þingeysku. Gjörðin er sú sama.
En hvar er félagshyggjufólkið núna? Hvað hræddi það inní skúmaskot þöggunar og aðgerðarleysis?
Á virkilega að velta byrðunum á börn þessa lands? Eru það þau sem eiga að standa í baráttunni að endurheimta auðlyndir landsins úr klóm erlendra auðmanna og innlendra Leppa þeirra????
En Sturla reyndi þó og þú ert ennþá að reyna. En hvar er restin af Búsáhaldabyltingunni?
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.5.2009 kl. 17:07
Takk fyrir illitið og góð spurning. Kem henni á framfæri.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.5.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.