Hvers eiga Íslendingar að gjalda?

Mér barst þetta bréf og kem því hér á framfæri:

Hvers eiga Íslendingar að gjalda?

„Olíuleitin hefur komist á nýtt stig... algerlega nýtt stig fyrir okkur með þessu útboði og... því við opnum núna nýjar dyr að algerlega nýjum iðnaði fyrir okkur Íslendinga" (speki iðnaðarráðherra þegar tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu voru opnuð).

Hvers eiga Íslendingar að gjalda að í svo mikilvægu starfi sem starf iðnaðarráðherra er skuli ekki vera skipaður hæfur einstaklingur? Ef einhver skilur ekki við hvað er átt þá getur sá hinn sami / sú hin sama hlustað á viðtal Egils Helgasonar við Jóhannes Björn í Silfri Egils í gær, 17. maí.

Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að olíuborpallar á Drekasvæðinu verða settir upp í fyrsta lagi árið 2012 eða 2013, en iðnaðarráðherra talar um „iðnað" eins og hópur atvinnulausra Íslendinga hefji þar störf á morgun og að þar verði yfir höfuð störf.

Iðnaðarráðherra! Hér er um leit að ræða en ekki iðnað. Alls er óvíst að þarna skapist nokkurn tíma störf. Atvinnulausir Íslendingar brauðfæða sig á ekki tekjum sem koma hugsanlega eftir 3 ár, hugsanlega eftir 4 ár og hugsanlega aldrei!

Er til of mikils mælst að þessi vesalings þjóð hafi ráðherra sem kunna að vera ráðherrar. Á þessu bloggi er spurt: Ræður hún við þetta stelpan? Mitt svar er: Nei, það gerir hún ekki og það á hún sjálf að vita.

Persónulegur metnaður stjórnmálamanna verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðar.

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að ráðherrar okkar verði að fara að spari öll hástig í lýsingarorðum. Þeim er óþarflega gjarnt að blása upp væntingar um þetta og hitt. Olíuleit á Drekasvæðinu er nýtt mál og hefur svo sem enga umræðu fengið hér fram að þessu.

Það sem upp úr stendur er að okkur vantar atvinnu fyrir það fólk sem nú er atvinnulaust og það lifir ekki á framtíðardraumum ráðherra.

Árni Gunnarsson, 19.5.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband