Reinfeldt komin í lið með Samfylkingu

Svo virðist sem Reinfeldt geri ekki ráð fyrir að íslenskur almenningur þurfi að samþykkja aðild að ESB. Kannski eru strákarnir í samfylkingunni búnir að segja honum að þeir búi yfir svo flottri áróðurstækni að þjóðin komi ekki til með að hafa hugmynd um það hvað hún er að gera þegar hún gengur til kosninga.

Fréttin á Eyjunni er í herskáum áróðursstíl en þar segir m.a.:

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu kann að lenda á borði sænska forsætisráðherrans, Fredriks Reinfeldts, þegar Svíþjóð tekur við formennsku í ESB 1. júlí, segir í frétt Danska ríkisútvarpsins í dag.

Í fyrirsögn fréttarinnar segir að Reinfeldt vilji hjálpa Íslendingum inn í ESB. Hann segist þurfa að ráðfæra sig við önnur aðildarlönd, komi umsókn frá Íslandi, áður en viðræður geti hafist.

Hvað með íslensku þjóðina kemur henni þetta ekkert við? Það er ömurlegt að horfa upp á að talað sé um íslensku þjóðina í erlendum fjölmiðlum eins og hún hafi ekkert með málið að gera.

Svo segir Reinfeldt:

Reinfeldt segist munu taka íslenskri aðildarumsókn fagnandi en segist um leið gera ráð fyrir nokkurri andstöðu innan sambandsins vegna “stækkunarþreytu.”

Í fréttinni er gefið í skyn að íslendingar séu að sækjast eftir einhverju sem mæti andstöðu innan ESB. Ég spyr þá bara til hvers í ósköpunum gengur þá Brusselvaldið og samfylkingin fram með blekkingum og áróðri sem er augljóslega til þess eins að villa um fyrir þjóðinni um kosti ESB.

Ég spyr eins og oft áður, á hvern hátt þjónar það almenningi að sækja um NÚNA?

Því hefur enn ekki verið svarað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg er ég gáttaður á hvað þú nennir að agnúast út í esb ....... Nú legg ég til að þú farir aldrei já ekki svo mikið sem hugsir um Fjarðarkaup það er örugglega okur búlla og vöruúrvalið hentar þér enganveginn bílastæðin vond svo á lil að rigna þarna...

kveðja Tryggvi

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 02:24

2 identicon

Það þarf ekkert að agnúast út í ESB.  En þegar erlendir forsætisráðherrar tala þannig, að við séum eins og sauðfé fólkið í landinu.  Þá finnst mér mál að ríkisstjórnin geri honum grein fyrir því að almenningur á Íslandi sé ekki eins þægur og tamur eins og sossarnir í Svíþjóð sem sjálfstæðismenn undir stjórn Reinfeldt stjórna þessa stundina.

Svo Tryggvi þetta með að agnúast í Fjarðkaup í rigningunni, tökum við ekki bara létt á því?

J.þ.A, (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband