Skrítin frétt á RUV í kvöld...kenningar um jöklabréf

Sagt var í viðtali í kvöldfréttum RUV að líklega væri búið að kaupa upp flest jöklabréfin á svörtum markaði erlendis og að þrýstingur vegna þeirra á krónuna væri hverfandi.

Ég heyrði þetta svona í framhjáhlaupum.

Ef þrýstingur á krónuna vegna jöklabréfanna hefur minnkað þá þýðir það líklega að þau hafa skipt um eigendur og að nýir eigendur vilji komast yfir eitthvað sem þeir telja falt innanlands.

Ég velti því fyrir mér hvort að einhver stóriðjan hafi verið að kaupa jöklabréfin af útrásarvíkingunum og ætli að nota þau til að komast yfir Landsvirkjun. Kannski er leynimakkið þess vegna.

Ef þessi kenning er rétt og stjórnmálamenn eru með puttana í einhverju leynimakki eru þeir ekkert annað en bölvaðir svíðingar. Þetta eru málefni sem eru þess eðlis að það er grafalvarlegt mál að vera í leyniviðræðum við einkaaðila og halda þjóðinni í myrkrinu.

Leyndarhyggjan hefur verið ríkjandi meðal aðila innan samfylkingar og ekki skrítið að vöngum sé velt yfir því hvað valdhafarnir eru að makka.

Er það t.d. ekki furðulegt að forsetinn hefur ekki fengist til þess að mynda þjóðstjórn?

Þeir hanga eins og hundur á roði við völdin þeir sömu og leiddu hrun yfir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband