Afleitir samningsmenn draga niður velferð þjóðarinnar

 Pressan.is
„Skilanefnd Landsbankans gefur út skuldabréf tryggt með veðum í öllum eignum bankans í Bretlandi. Afgangurinn lendir á ríkissjóði. Svona hljóðar tillaga um lausn að Icesave deilunni við Breta og Hollendinga. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir þessu.

Afborgunum af skuldabréfinu yrði frestað í nokkur ár á meðan jafnvægi næst á markaði og verðmyndun fyrir eignir verður hagstæð. Á sama tíma safna heilbrigð lánasöfn bankans tekjum. Í þessu felst að ríkið ber í raun ekki ábyrgð á skuldabréfinu því útgefandinn er skilanefnd bankans.
Í viðtali við Morgunblaðið segir Sigurjón J. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, að eignir Landsbankans í Bretlandi standi undir skuldbindingum. Eignir bankans eru fyrst og fremst útlán.“


Hver getur treyst því sem að Sigurjón segir, hver á síðan að hafa umsýslu með þessu og hver á að gæta hagsmuna við söluna þegar þar að kemur og hvenær, Bretarnir? Það væri sko eftir því.

Í fyrri frétt Morgunblaðsins kemur fram að þetta sé að tillögu Íslendinga. Hérna megum við alls ekki spila sókn, í þessari stöðu eigum við að spila vörn. Svavar Gestsson hefur fleygt spilunum á borðið í þessum póker. Bretarnir eiga að fá allt eignasafnið, sem er jú það eina sem þeir ættu að fá en síðan kemur sprengjan. Afgangurinn lendir á ríkissjóði. Svona semur ekki nokkur maður með fullu viti, skrifa síðan upp á óútfylltan víxil langt inn í framtíðina. Ef að einn maður átti að semja um þessi mál sem að er náttúrulega fásinna, hefði auðvitað átt að senda Indriða Þorláksson sem er landsþekktur þverhaus (í jákvæðri merkingu). Til viðbótar má segja að maður eins og Indriði sé ómissandi í nefnd eins og Icesave nefndina.

Það er vert að vekja athygli á því að ekki er hægt að losna við þessar eignir Landsbankans í dag nemá á brunaútsölu. Þetta lága verðmat endurspeglar m.a. væntingar fjárfesta um framtíðarhorfur þessara eigna.

Mér sýnist á öllu að Ríkisstjórnin sé að leggja drápsklyfjar á afkomendur þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við eigum eina vörn eftir í þessu máli og það er alþingi. Ekki má leggja þessar greiðslur á þjóðina nema með samþykki alþingis, fulltrúum okkar. Þegar þessi vesalingar koma heim með samninginn þá verðum við að vera tilbúin til að fara á austurvöll og mótmæla af alefli þessum álögum. Hér megum við ekki sofna á verðinum. Stoppum þessi landráð!

Arinbjörn Kúld, 2.6.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir að standa vakandi Ari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.6.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband