Fengu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking yfir hundrað milljónir....

....fyrir að leifa útrásarvíkingum að halda sér við efnið?

Allt bendir til þess að svo hafi verið.

Björgvin Sigurðsson og Jónas Fr. höguðu sér eins og svefngenglar í sínum stöðum frá því að þeir fengu völd. Hvað þurfti til þess að svæfa þessa menn svona.

Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde ferðuðust um og lugu að útlendingum fyrir útrásarvíkingana.

Össur Skarphéðinsson blandaðist inn í tilraunir útrásarvíkinganna til þess að komast yfir íslenskar auðlindir og selja þær m.a. aröbum. Ég vil minna á að Samfylkingin, Lúðvík Geirsson seldi vatnsréttindi í Hafnafirði til araba.

Enn er þetta fólk við völd. Björgólfur Thor lifir góðu lífi í London bakið þá skjaldborg sem yfirvöld hafa reist honum.

Nú er unnið að því hörðum höndum að þjóðin gangist við ICESAVE skuldum hans.

Enn er logið að þjóðinni og látið að því liggja að þessar skuldir séu tryggðar með einkaeignum bankans í London.

Eigur bankans í London eru verðlausar. Hvers vegna er enginn fjárfesti tilbúin til þess að greiða fyrir þessar eignir í dag?

Það er vegna þess að væntingar um gróða eru sáralitlar.

Fagfjárfestar sem hafa vit á fjármálamörkuðum gefa lítið fyrir vætingar um ávinning af þessum eignum.

Þar tala staðreindir sínu máli hverju svo sem ríkissjórnin vill ljúga að fólki.


mbl.is Styrkir borgaðir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband