Föðurlandssvik

Þá hefur samfylkingin í eitt skipti fyrir öll sýnt að afkomendur okkar eru í þeirra augum bara tuskur sem hún ætlar að nota til þess að þurrka upp skítinn eftir útrásarvíkinganna.

Samfylkingin veit nákvæmlega hvað hún er að gera. Vaxtakostnaður af þessu sem þeir kalla lán en er í raun fjárkúgun eru tæplega 40 milljarðar á ári. Það kostar 34 milljarða að reka landspítalann. Þetta er ekki pólitík heldur glæpastarfsemi. 

Framganga ríkisstjórnarinnar í öllu þessu ferli er á hæsta máta undarleg.

Hvers vegna var Svavar Gestsson sendur einn til Bretlands til þess að semja?

Ef framgangur málsins hefði verið eðlilegur og velferð þjóðarinnar í fyrirrúmi hefðu Bretar komið til Íslands með sendinefnd og túlk og viðræðurnar farið fram á íslensku og án leynimakks.

Það verður að koma þessum föðurlandssvikurum frá völdum!

 


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Kolvitlaust - Nú hefur unnist tími til að gera það sem Geir Haarde & co. áttu að gera strax í stað þess að hleypa öllu í bál og brand með undirlægjuhætti og það er að véfengja endurgreiðsluskyldu þjóðarinnar á þessu Icesave rugli.

Viltu fá gamla draslið aftur, sjalla og frammara til að halda áfram sínu baktjaldamakki og klúðri?

Ég lít á þetta sem tækifæri til að koma okkur undan þessu oki lagalegu leiðina. Stjórn Landsbankans hafði ekki völd til að skuldsetja þjóðina með því að ábyrgjast glæfraútlán úti í heimi - Hvernig getur það staðist?

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.6.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir alla bölvun til handa útrásarvíkingum.

En ekki skil ég skammir þínar til Samfylkingarinnar . Þessar sættir sem eru að nást í málinu eru á forræði Vinstri grænna undir forystu Steingríms og hann nýtir forystu Svavars Gestssona fv ráðherra til samninga.  Talið er að ef björtustu vonir ganga eftri náist uppí 95 % krafna með sölu eigna. 7 ára aðlögun gefur færi á hámörkun sölu eigna.

Jóhanna forsætisráðherra hefur ,fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, gefið Steimgrími fullt umboð til samninga....

Sævar Helgason, 5.6.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er skítalikt af þessu máli hvernig sem á það er litið.

Sævar þú segir:

Talið er að ef björtustu vonir ganga eftri náist uppí 95 % krafna með sölu eigna. 7 ára aðlögun gefur færi á hámörkun sölu eigna.

Vilt þú þá útskýra fyrir mér hvers vegna Bretar heimta ríkisábyrgð ef að eignir Landsbankans eru svona tryggar.

Trúir þú því að eignir upp á 900 milljarða liggi fyrir í Landsbankanum?

Ég skil ekki hvers vegna fólk tekur við þessari þvælu.

Og svo vil ég koma því á framfæri að mér er alveg sama hver gerir þetta, Steingrímur, Jóhanna eða Geir Haarde....Þetta eru föðurlandssvik hver sem að þeim stendur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.6.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakobína. Ég er sko 100% sammála þér því þetta er ekkert annað en föðurlandssvik! Hvernig verður staða þjóðarbúsins  eftir 7 ár ef hver sem er við völd er ekki búin að ná okkur upp úr fjármála og skuldavanda sem er búið að setja þjóðina í.

Já! Hvað tekur við eftir þessi sjö ár þegar það er búið að framselja framtíð næstu kynslóðar okkar svona ógurlega?

Það ætti að hreinlega að setja þessa karla í bankanum sem settu Ísland í þessa stöðu í fangelsi! 

Fyrst það þarf að borga þetta helv.........Látum þá Breta fá bankann eftir að hafa losað það út úr honum sem til þess þarf og færa yfir í annan íslenskan banka. Málið er að það þarf strax að yfirfæra eignir Landsbankans upp í skuldinga og draga hana þannig smám saman niður. Þó eignir Landsbankans séu langt í frá 900 milljarðar þá þarf að byrja á þessu strax að losa eigur bankans yfir til Breta!

Þetta er algjört bull! Málið er að fyrst það þarf að borga þetta þá þarf að losna við 5,5% vextina með því að á þessum tíma þyrfti að selja eignir og lækka skuldina. En alls ekki gera ekki neitt á 7 árum, því þá verður skuldin mest vegna vaxtanna.

Hvað ætlar íslensk Ríkisstjórn að gera á þessum tíma? Safna upp í skuldina á meðan. Þá safna upp í fyrir vextina? Því ekki er ég að sjá að þeir geti náð neinu hærra en það á þessum tíma.

Þetta er hreint út sagt brjálæði og múlbindur íslenksu þjóðina. 

Það kemur að því að mótmælin fari aftur í gang og ný Bylting verði gerð. Og þá verður sko ekkert mamma mín með því kjósa svo aftur lið sem mun ekkert gera neitt betur en þau fyrri.

Guðni Karl Harðarson, 5.6.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það sem ég á við er að við eigum að minnka niður höfuðstólinn og byrja eins fljótt og hægt er á því!

Guðni Karl Harðarson, 5.6.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband