Lítill manndómur hjá valdhöfum

Valdhafar hafa afrekað lítið annað en að afskrifa skuldir auðmanna og bæta skuldaklafa á almenning. Þeir hafa ekki stigið skref í að gera upp við fortíð sína. Samfylkingin þáði 25 milljónir af fyrirtækjum tengdum Jóni Ásgeir og 16 milljónir af félögum tengdum Björgólfi.

Samfylkingin tók þátt í útrásinni. Samfylkingin stjórnaði bankamálaráðuneytinu í aðdraganda bankahruns og forysta hennar laug að þjóðinni. Hvers vegna gerði hún það? Hverja var hún að  vernda? Ekki almenning, svo mikið er víst.

Leynimakkið í aðdraganda þessa svokallaða "Icesave samnings" sem nú er verið að skella framan í þjóðina er dæmigert fyrir stjórnmálamenn og þá menningu manndómsleysis sem þróast hefur í þeim kima.

Gamlir stjórnmálamenn sem hafa haft tryggðan tékka frá ríkisstjóði í áratugi hafa ekki skilning á kjörum almennings. Tryggða vinnu fyrir maka og börn í gegn um klíkustjórnmál og spillingu hafa ekkert skynbragð á kjörum almennings.

Almennings sem þarf að standa skil á frammistöðu sinni og tryggja sér viðurværi með því að vanda sig á hverjum degi.

Almennings sem þarf sjálfur að greiða bensínið á bílinn sinn.

Almennings sem ekki fær greitt aukalega fyrir vinnu sem hann vinnur í sínum vinnutíma.

Almennings sem hefur enga tryggingu fyrir því að maki eða börn hafi atvinnu.

Almennings sem þarf að greiða skuldir sínar og gott betur.

Almennings sem ekki hafði innherjaupplýsingar til þess að leiðbeina sér í aðdraganda bankahruns.

Almennings sem er ekki í fríi hálft árið.

Almennings sem tekur alvarlega hugtök á borð við heiðarleika og heilindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband