Með stúdentspróf og samdi um Icesave

Sá sem fór fyrir samningsnefnd um Icesave er eingöngu með stúdentspróf. Svavar Gestsson hefur ekki lokið öðru prófi en stúdentsprófi en Ríkistjórnin fól honum að stýra mikilvægustu samningum Íslandssögunnar.

Þekkingar- og getuleysi endurspeglast í niðurstöðum samningsins.

Ekkert var gefið eftir af hálfu Breta en frestunarárátta Ríkisstjórnarinnar endurspeglast í niðurstöðunni.

Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu var eina konan sem skipuð var í nefndina.

Hún var formaður nefndar sem átti að innleiða heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv. Ef heimildin er nýtt eiga þessir aðilar ekki rétt á greiðslum vegna innstæðutrygginga.

Nefndin átti að skila af sér niðurstöðu í september 2007 en gerði það ekki. Þessi vanhöld hafa kostað íslenska skattgreiðendur gríðarlegar fjárhæðir.

Suppuskapur við mannaráðningar hefur kostað íslensku þjóðina þúsundir milljarða. Það er ekki nóg með að stjórnmálamenn séu vanhæfir heldur eru þeir of hrokafullir til þess að nýta sér þekkingu einstaklinga úti í samfélaginu sem hafa lokið námi við virtar erlendar stofnanir og hafa áratuga reynslu af samningagerð við erlenda aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Ekki þennan menntahroka Jakobína. Langur ferill Svavars sem þingmaður, ráðherra og sendiherra gerir hann vel hæfan til samningagerðar fyrir Íslands hönd. Svo má ekki gleyma að með honum í samninganefndinni er vel menntað og hæft fólk.

Lárus Vilhjálmsson, 7.6.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Niðurstaðan bendir til annars

Og ég segi á móti ekki þennan hroka gagnvart menntun. Heldur þú að samningamennirnir sem sátu hinu megin við borðið hafi eingöngu verið með stúdentspróf.

Það dytti engum í hug nema íslensku Ríkisstjórninni að halda því fram að menntun skipti ekki máli í þessu samhengi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.6.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eitt af því sem einkennir menntað fólk er að það þekkir oft takmörk sín. Því betur sem fólk er menntað því meðvitaðra er það um það sem það kann ekki. Það er almenna reglan.

Það er dæmigert að Svavar Gestsson fór einn síns liðs til Bretlands til þess að semja. Þurfti enga aðstoð frá öðrum?

Ef vanir og vel menntaðir samningsmenn hefðu verið á ferð af Íslands hálfu hefðu þeir ekki farið til Bretlands heldur látið Bretana koma hingað og með túlk. Samningarnir hefðu farið fram á Íslensku vegna þess að það voru Bretar en ekki Íslendingar sem voru að gera kröfur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.6.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menntun felst ekki bara í prófum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 19:43

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eigum við þá ekki bara að leggja niður Háskóla Íslands og samþykkja bara að Ríkisstjórnin deili háskólagráðum til hægri og vinstri til verðugra t.d. fólks sem hefur fengið öll sín störf í gegn um klíkuráðningar og aldrei þurft að sanna sig vegna klíkutengsla?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.6.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband