Íslensk stjórnvöld skilja ekki hugtök á borð við vanhæfni.

Orðalag stjórnsýslulaga er of flókið fyrir stjórnvöld ef marka má hegðun þeirra. Andi laganna er þeim líka víðsfjarri. Markmið laganna eru ekki markmið stjórnvalda sem skilja ekki mikilvægi þess að hreinsa til í þeim búðum sem slá skjaldborg um glæpamenn.

Eva Joly segir:

Annars vegar verði Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, að víkja vegna fjölskyldutengsla sem gera hann vanhæfan og hins vegar verði að stórefla embætti sérstaks saksóknara.


mbl.is Vill að ríkissaksóknari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig dettur, yfirhöfuð, Valtý Sigurðssyni í hug, að vera að þvælast þarna.  Maðurinn er lögmenntaður og að ætti að vita og skilja manna best, að það einfaldlega gengur  ekki. Fólk sættir sig ekki við það, hversu  góður eða  fær hann er sem lögfræðingur. 

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:14

2 identicon

Ef að við íslendingar mokum ekki flórinn núna, sem m.a. felt í því að kalla til ábyrgðar þá gerendur hrunsins sem brutu lög, missum við traust umheimsins og það næstu áratugina.

Tíminn að renna út og tækifærið kemur ekki aftur.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:14

3 identicon

Englar, þ.e.a.s. hinar enskumælandi þjóðir, eiga orð og hugtak kallað "recuse" (sjá t.d. http://www.merriam-webster.com/dictionary/recuse) Orð þetta er notað þegar dómari skal víkja vegna "conflict of interest" í máli sem fyrir hann koma.

Hvað skyldi sambærilegt hugtak heita á íslensku? Skyldi það vera til? Sennilega ekki.

Málið er að íslenska réttarkerfið er svo frumstætt að krísa sú sem við okkur blasir kemur því ekki við. Það eru engin lög, engin hugtök, engar hefðir eða fordæmi til að spila út frá.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband