Bankastjórar í sífelldu klúðri

Merkilegt hvernig lán til bankastjóra klúðrast í sífellu en margir muna Birnu. Er það ekki tölfræðilega með ólíkindum að tugir prósenta þeirra lendi í klúðri með lánin sín?

Í fréttinni segir að Sigurjón hafi tekið lán úr eigin lífeyrissjóði. Ég spyr hvað er mikið í þeim Lífeyrissjóði og hvernig varð hann til.

Ég er nefnilega að hugsa um að stofna lífeyrissjóð utan um sparifé mitt og get þá frestað skattlagningu af hluta tekna minna en eftir sem áður notað þessar tekjur strax með því að láta minn "einka" lífeyrissjóð lána mér vaxtalaust til 20 ára.

Þegar Sigurjón ofurlaunamaður undanskilur tekjur sínar skatti með þessum hætti er hann að láta okkur hin um að kosta innviði samfélagsins sem hann síðan notar eins og aðrir.

Svona afætur vil ég ekki hafa í samfélaginu.


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband