Íslenskir stjórnmálamenn læri af honum

Það er spurning hvort Egill ætti ekki að reyna að fá Kuupik Kleist til landsins til þess að aðstoða Evu Joly við að siðmennta íslenska stjórnmálamenn.

Hann virðist allavega meðvitaður um að sóðaskapur í stjórnsýslunni er ekki eðlilegur:

Kuupik Kleist, nýr formaður landsstjórnarinnar á Grænlandi, segist ekki munu líða hirðuleysi og spillingu. Hann segir í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende, að ef stjórmálamenn verði uppvísir að því að maka krókinn og misnota stöðu sína í eigin þágu, fjölskyldu eða vina muni þeir fá reisupassann. 

Hér á landi virðist það viðtekið að stjórnmálamenn verði gjörsamlega ráðþrota þegar kemur að því að losa sig við spillta og vanhæfa embættismenn. Það að losa sig við embættismenn sem hafa orðið uppvísir að spillingu eða eru vanhæfir eða óhæfir er ekki pólitísk hreinsun heldur fagleg stjórnun.

Hvers vegna skilur stjórnvaldið þetta ekki?


mbl.is Varar gráðuga stjórnmálamenn við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gaman væri að fá slíka afdráttarlausa yfirlýsingu frá íslenskum stjórnmálamönnum. Það væri einnig tilbreyting.

Arinbjörn Kúld, 14.6.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Embættismenn okkar í dag eru margir hverjir skipaðir af spilltum ráðherrum og trúverðugleiki þeirra því samkvæmt. Flestir eru þessir páfar æviráðnir og rífa bara kjaft ef á það er minnst að enginn kæri sig um þá lengur.

Samanber Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra, að ekki sé nú minnst á Davíð seðlabankastjóra FYRRVERANDI !

Árni Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband