Heigulsháttur Ríkisstjórnarinnar

AGS og ESB hafa lagst á eitt um að sölsa undir sig auðlindir Íslands og verðmætaksköpun í landinu í margar kynslóðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar verða fyrir arðráni útlendinga með aðstoð ríkisvaldsins. Stóriðjan er minnisvarði um það.

Í haust átti ríkisstjórnin tvo valkosti sem voru að beigja sig eins og heiglar undir kröfur valdhafanna í Brussel sem hafa gengið erinda Breta og Hollendinga og beitt fyrir sig AGS eða þeir gátu styrkt varnir okkar með því að byrja að leita nýrra markaða utan Evrópu og efla matvælaöryggi með aukinni framleiðslu matvæla á Íslandi. En Bónusfeðgar og fleiri hafa rústað innlendri framleiðslu á undangengnum áratugum.

Ný ríkisstjórn heldur áfram að varða leið heigulsins. Hún gerir það og gott betur því hún styður árásaraðilann með leynimakki og heldur sannleikanum frá almenningi og slævir þannig pólitískan vilja almennings.


mbl.is Norðmenn veita gjarnan góð ráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ólöglegt að fara fram á það að þingmenn greiði atkvæði sitt án þess að vita um hvað þeir eru að velja ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég myndi halda að slík atkvæðagreiðsla sé í skýrri andstöðu við allar hugmyndir um lýðræði

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.6.2009 kl. 12:25

3 identicon

Ekki aðeins í skýrri andstöðu.

Er ekki ólöglegt að þvinga einstaklinga til að kjósa um það sem þeir vita ekki hvað er ?

Þingmenn eru þvingaðir til þáttöku í atkvæðagreiðslunni  - og hafa þrjá valmöguleika:

Samþykkja "það" sem kosið er um, hafna eða sitja hjá.

Ég tel þetta því vera lögbrot.  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband