Skjaldborgin um spillinguna

Menn sem rústuður þjóðarbúinu með tærri snilld sinni halda nú áfram að beita henni í skjóli þriðju Ríkisstjórnarinnar.

Gott að losna við að borga skatta af 70 milljóna tekjum. Kannski ætti skattstjórin að leggja á hann sérstakan aðstöðuskatt svipað og hefur verið gert við fólk sem lánar ættingjum sínum húsnæði frítt.

Frjálslega er farið með skattalöggjöfuna þegar venjulegir launaþrælar eiga í hlut en annað viðist upp á teninginn þegar um er að ræða tæra snilld.

Ég veit til þess að einstæð móðir var einu sinni látin greiða skatt af barnameðlagi frá föður. Starfsmanni skattstjóra fannst meðlagið í hærri kanntinum og þótti því eðlilegt að skattleggja framfærslu föðursins til barnsins.


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, núverandi ríkisstjórn skrifaði svo sannarlega upp á þetta lán. Svo ber hún líka ábyrgð á hruninu því Vinstri Grænir voru svo mikið í ríkisstjórn í 16 ár er það ekki?

Þetta er bara lögreglumál, það er ekki flóknara en það.

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.6.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

meira ansk sukkið, dugar þeim ekki 2 milljónir í mánaðarlaun, er þetta ekki vilja verk hjá þeim ? svo er það hitt hvað skildu mörg  álíka "kjör" vera í gangi ? heyrði í fréttum, haft eftir bankamanni, að þegar miklar upphæðir væri um að ræða væru önnur kjör ? ég segji nú bara á þá sá sem á lítið eða ekki neitt ekki uppreisnar von.

Jón Snæbjörnsson, 15.6.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

bara að láta ykkur vita að ég er Sjáfstæðismaður en hef stundum aðra sýn í hlutina en margur af sama sauðahúsinu

Jón Snæbjörnsson, 15.6.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

það er rétt Jakobína, komdu nú ábyrgð á hlut þar sem leikendur voru fv. bankastjóri, hæstaréttarlögmaður og sjóðsstjóri (auk þinglýsingardómara) og atburður átti sér stað 21. nóvember 2008 yfir á "þriðju ríkisstjórnina" sem ég geri ráð fyrir að sé sú sem tók við eftir síðastliðnar kosningar.

Svo ekki sé minnst á ábyrgðarleysi þeirrar stjórnar sem var við lýði þennan dag í fortíðinni.

Allt má nú blessuð ríkisstjórnin axla.

Elfur Logadóttir, 15.6.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Því miður Elfur samfylkingin hefur ekki fjarvistarsönnun í þessu máli. Bankamálaráðuneytið heyrði undir samfylkinguna þegar þessi gjörningur fór fram. Sigurjón hefur leikið lausum hala í Landsbankanum eftir bankahrun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.6.2009 kl. 18:04

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

og hvernig leiðir það til ábyrgðar á þessum gerningi að Samfylkingin hafi farið með viðskiptaráðuneytið í nóvember 2008?

Elfur Logadóttir, 15.6.2009 kl. 18:30

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Elfur það er einu sinni svo að ef aðili tekur að sér að stjórna skipulagsheild, S.B.R. samfylkingin tók að sér að stjórna bankamálum í landinu, þá ber sá aðili ábyrgð á þeirri þróun sem á sér stað innan viðkomandi skipulagsheildar.

Þetta þýðir að samfylkingin ber ábyrgð á þeirri sóðamenningu sem fékk að þróast innan bankanna.

Gleymum ekki Elfur að samfylkingin þáði tugi milljóna af Björgólfum og Jóni Ásgeir 2006 sem vissulega vekur upp spurningar um það hversu flækt forysta flokksins er í raun inn í bankamálin.

Óþreytandi elja Samfylkingarinnar við að véla þjóðina til þess að greiða skuldir Björgólfs Þórs bendir meðal annars til þess.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.6.2009 kl. 18:53

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jakobína, skipulagsheildir af félagaforminu hlutafélag eru aldrei á siðferðilega ábyrgð ráðherra þess málaflokks sem þær skipulagsheildir falla undir. Sérstaklega ekki þegar eignarhaldið er að fullu á almennum markaði.

Elfur Logadóttir, 15.6.2009 kl. 19:07

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ertu ekki með ágætis rök þarna fyrir fáránleika þess að samfylking vilji gera skattgreiðendur ábyrga fyrir einkastarfsemi bankanna (Icesave)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.6.2009 kl. 19:18

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"Vilji gera"????

Hvaðan ertu eiginlega að særa þetta fram? Þett snýst um málatilbúning sem var LÖNGU TILBÚINN af ríkisstjórnum SJÁLFSTÆÐIS- OG FRAMSÓKNARFLOKKS.

Það þýðir ekkert að garga út í loftið núna á flokka/einstaklinga sem komu til sögunnar löngu eftir að þeir samningar voru staðreynd. Starfsumhverfið sem þeim hafði verið búið á síðustu 15 árum gerði þennan hrylling óumflýjanlegan.

Þú ert ekki að hjálpa neinum, síst af öllu þjóðinni, með því að dreifa athyglinni þaðan sem hún á heima. Það þarf að ráðast að rótum vandans sem er m.a. fólk sem greinir ekki á milli aðalatriða og aukaatriða, býr til blóraböggla í stað þess að svæla syndagemlingana út og missir í öllum atganginum sjónar á því siðrofi og fyrirhyggjuleysi sem leiddi þetta af sér og verður þar með hluti vandans.

Ég hef alltaf haft mjög mikið gagn af því að lesa bloggin þín, mínir lesendur hafa hjálpað mér að endurstilla og meta miðið, og ég óska þess að þú takir aðeins pólinn á þessu aftur og nýtir þessa gagnrýni.

Bara til að það sé á hreinu - Ég hata Icesave-ruglið af öllu hjarta. Hinsvegar má reiðin og gremjan ekki byrgja manni sýn!  Við getum sjálfsagt gert betur en þessi samningur, bætt lög og reglur þjóða sem eru með okkur í þessum vanda - smáþjóðanna sem lítils mega sín einar á báti. Við megum hinsvegar ekki við því að skjóta það fólk sem er okkar megin víggirðingarinnar í byltingunni. Frekar að hjálpa þeim að laga kúrsinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.6.2009 kl. 19:58

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Æi Rúnar Þór kynntu þér málin betur. Ríkisstjórnin getur ekki gengist í ríkisábyrgð nema að samþykki þingsins. Allt blaður um að einhverjir hnútar hafi verið hnýttir stenst ekki nánari skoðun.

Ég er alveg laus við reiði og gremju en horfi hinsvegar forviða á heigulshátt Ríkisstjórnarinnar sem ætla að láta afkomendur okkar axla bankahrunið.

Stjórnvöld eru ALLS EKKI okkar megin í byltingunni. Láttu ekki telja þér trú um það. Enn eru við völd aðilar sem vilja ekki að skíturinn fljóti upp á yfirborðið og eru tilbúnir til þess að selja velferð afkomenda okkar til þess að tryggja þægindi sín.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.6.2009 kl. 20:04

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Baráttukveðjur! Líst vel á hugmyndina um aðstöðuskatt! Þetta er a.m.k. hugmynd sem verðskuldar það að vera skoðuð nákvæmlega.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:13

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Málatilbúningurinn (milliríkjasamningar) var, eins og ég sagði, löngu frágenginn.

Þingið þarf auðvitað að taka afstöðu til þessa núna, það er eitt, en það hjálpar ekki að blanda hlutunum saman.

Ég er annars sammála þér með heigulsháttinn sem sýndur er af stjórnvöldum. Málið er að það er ekki einn einasti þingmaður sem er með bein í nefinu. Allt eiginhagsmunaseggir og/eða popúlistar. Borgaraflokkurinn er í auknum mæli að laumupúkast.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband