Þegja sem gröfin

Fjölmiðlar hafa þagað sem gröfin um fræðilegar álitsgerðir um Icesave þar til að Spegillinn tók viðtal við Lárus Blöndal í dag.

Utanríkisráðuneytið afhendir ekki lögfræðilegar álitsgerðir um Icesave. Þær eru "trúnaðarmál".

Allt útlit er fyrir að yfirvöld vilji leyna fyrir almenningi að samkvæmt áliti færustu sérfræðinga bera Íslendingar EKKI lagalega ábyrgð á Icesave.

HVERS VEGNA VILL RÍKISSTJÓRNIN SKULDBINDA ÞJÓÐINA FYRIR HUNDRUÐUM OG JAFNVEL YFIR ÞÚSUND MILLJÖRÐUM ÁN ÞESS AÐ FYRIR ÞVÍ LIGGI LAGALEG RÖK.

Ríkisstjórnin segir við verðum að borga Icesave en hún segir ekki hvers vegna.

Bendi á góða færslu um þetta hér.


mbl.is Sjálfstæðismenn ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Svo vill til, að íslensku þjóðinni er gert að greiða margumrædda reikninga. Það væri hlægilegt, væri það ekki sorglegt, að ætlast er til að Alþingi og þjóðin sjálf samþykkti án þess að sjá samninginn.

Hlédís, 16.6.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband