Fullur af gildrum breskra lögspekinga?

Í Pressunni

Icesave-samningurinn: Fullur af gildrum breskra lögspekinga?

 Icesave-samningurinn við Breta er einhliða nauðasamningur, fullur af gildrum breskra lögspekinga, faldar í óvenjuerfiðu ensku lagamáli. Ísland afsalaði sér þjóðréttarlegri stöðu sinni með samningum.

Þessu heldur Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og útflytjandi, fram og vitnar í heimildarmenn sína í íslenska kerfinu.  Orðrétt segir Ívar:

„Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi.  Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna  afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg. Þetta er gert með því að draga íslenska ríkið inn í einkaréttarsamninga á milli banka og tryggingarsjóðsins, sem er einkaaðili.  Fyrir vikið missir íslenska ríkið flestan þann rétt og þá stöðu sem fyrir hendi er í dag í þessu máli. Nær ómögulegt yrði að koma viðhlítandi vörnum við frá okkar hendi. Mál þessi fengjust ekki rædd t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem um einkarétt yrði að ræða.  Mál með rakinn rétt Íslands yrðu að engu með afsalinu stóra."

Ívar segir að vegna þessa fái Bretar í raun ýmsar eignir íslenska ríkisins að veði ef greiðslubrestur verði á samningnum. Þannig gætu Bretar í raun gengið að ýmsum eignum fjármálaráðuneytisins sjálfs.

„Breska ríkið setti raðir lögfróðs fólks, sérfræðinga í það að semja hverja grein samningsins. Hér  er mjög undirmannað og eðlilegir umsagnaraðilar fá hvorki samninginn né þá ráðrúm til þess að skoða hann.  Brotið er á grundvallarrétti manna með þessari samningagerð. Maður ber ekki ábyrgð á gjörðum annarra nema að maður hafi skrifað undir slíka ábyrgð."

Ívar segir samninginn bera augljós merki þess að vera einhliða gjörningur breska ríkisins...

„...nauðungarsamningur sem íslenska samninganefndin telur sig hafa orðið að verða við vegna stjórnmálalegs þrýstings, í stað jafnhliða samnings á milli þjóða. Þrýstingurinn að ljúka málinu er svo mikill að augljóslega varð djöfullinn eftir í smáatriðunum."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Athyglisvert.

Arinbjörn Kúld, 17.6.2009 kl. 01:05

2 identicon

Málið er með því fáránlegasta sem ég hef  séð og þ.m.t. verkferill stúdentsins Svavars Gestssonar og félaga Steingríms J. sem í nefndinni eru.

Sjálfur rak ég einkamál milli Íslands og Kanada, sem að lokum fór undir Kandadískan dómstól.  Það endaði þar en ekki undir íslenskum dómsstól vegna tafa og blekkinga mótaðila og varð staða mín að sjálfsögðu mun verri; en þó ekki óbærileg.

Núna hefur stúdentinn Svarar og félagar fallið í þá "gryfju" að  samþyggja breska lögsögu; og til þess að toppa það  var draumastaðan að halda þeirri tillögu bresku ofbeldismannanna leyndri.  Enn og aftur staðfestist vanhæfi Ice-save nefndarinnar sem ég hef haldið fram áður - en til að byrja með höfnuðu "viðsemjendurnir" = ofbeldismennirnir hlutlausum dómsstól og Svavar lyppaðist niður.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hollendingar - geta gert Ísl. eignir upptækar!!

einar_bjorn_bjarnason-2_865340.jpg Mér verður spurn, afsakið orðbragðið, "EN UM HVAÐ Í ANSKOTANUM VORU STJÓRNVÖLD AÐ SEMJA"? Ég datt niður á þennan texta á netinu, sem virðist vera, "VÆGAST SVO UMDEILANLEG GREIN Í NÝJU Icesave SAMKOMULAGI!!

Þetta virðist, nánar tiltekið, vera grein sem er úr þeim hluta samningsins, sem snýr að Hollendingum, sérstaklega. Með öðrum orðum, hluti af sérhluta samningsins, um úrlausn hagsmuna Hollendinga. Þannig, að liður 16.3 gefi hollenska ríkinu, rétt til aðfarar að ótilgreindum íslenskum eignum, í skyni væntanlega að innheimta greiðslu - ef Íslendingar, einhverra hluta vegna, lenda í því að geta ekki greitt eða að Íslendingar standa ekki við samkomulagið, með einhverjum öðrum ótilgreindum hætti.

ÞETTA VOGA STJÓRNVÖLD SÉR, AÐ KALLA ÞANN BESTA SAMNING, SEM HÆGT VAR AÐ NÁ, VIÐ NÚVERANDI AÐSTÆÐUR!!

"16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment.  If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction.  Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.""

Ég veit ekki um ykkur, en þessi orð hljóma virkilega, ógnvekjandi.

Það má vera, að einungis sé verið að tala um eignir, í  Hollandi, en ef svo er, þá kemur það ekki fram í þessum texta. Skv. frétt RÚV: Icesave samningurinn , en þeir kvá hafa eintak af samingnum í sinni vörslu, hvernig sem þeim áskotnaðist það, ÞÁ KEMUR HVERGI FRAM Í SAMINGNUM, NEIN SKILGREIND TAKMÖRKUN Á ÞVÍ, HVAÐA EIGNIR GETI ÁTT Í HLUT - nema, þegar stjórnarskrár ákvæði takmarki.

RÍKISSTJÓRNIN, VERÐUR AÐ SVARA ÞESSU,,,OG ÞAÐ VERÐUR AÐ BYRTA ICESAVE SAMNINGINN Í HEILD,,,ANNARS GETUR ENGINN, SETT NEITT TRAUST Á HVAÐ SAGT ER UM HANN!!

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.

Einar Björn Bjarnason, 18.6.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband